KVENNABLAÐIÐ

SPREKALIST: Hleyptu litagleði náttúrunnar inn í stofuna!

Sælar elskurnar. Frúin er alveg frá sér numin þessa dagana. Allir þessir litir sem fylgja sumrinu og svona. Prik og greinar og alls konar skraut. Það er svo gaman að rölta um í náttúrunni. Formin og fjörið og fuglasöngurinn ætlar allt að æra þessa dagana.

Frúin á líka þessi fínu vaðstígvél og rekur bara nefið upp í regnið. Annars er það bara sprekasöfnun þessa dagana. Svo eru föndurpenslarnir innan seilingar og það verður sko sett í sprekafjör þegar ljúfi laugardagurinn rennur upp.

Stundum eru bara fleiri orð óþörf, elsku molarnir mínir. Frúin rakst á þessa litlu ljósmynd einhvers staðar á Pinterest, tók gúlsopa af grænu detox-te og hélt niðri í sér andanum í smá stund. Hér hefur ein hugmyndarík húsmóðirin einmitt gert þetta – klofað í vaðstígvélum yfir læki og sprænur, lesið upp fallegar hríslur í poka og farið svo heim með góssið. Breitt til þerris og lætt svo upp föndurpenslunum. Eflaust hefur hún svo sett litríku sprekin og greinarnar beint í uppháan blómavasa. Hverju sem því líður, er Frúin hugfangin! HUGFANGIN, krakkar!

Dásamlegt, litlu molarnir mínir. Þetta geta allir gert – útskýringalaust: 

6a0133f3f34c96970b014e8a7559e5970d-800wi

Gleðilegt föndur!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!