KVENNABLAÐIÐ

G Ú M M Í S T Í G V É L: Rokkaðu í RIGNINGUNNI – geggjuð GÖTUTÍSKA!

Stelpur, það er hægur leikur að vera smart í gúmmístígvélum og halda þannig dauðahaldi í „innri skvísuna” þó vindar blási og pollarnir blómstir á götum úti. Liðnir eru einokunardagar gömlu NOKIA stígvélana (þó þau hafi vissulega sinn sjarma) og veraldarvefurinn úir og grúir af geggjuðum gúmmístígvélum sem er hægt að klæðast við öll tækifæri.

Hér fara nokkrar útfærslur sem má sjá á Instagram – rósótt, fíngerð, ökklahá og alls konar. Gúmmístígvél eru ekki bara gerð fyrir bleytu – þau geta verið smekkleg og sæt líka!

Wellington / Hunter gúmmístígvélin eru auðvitað heimsfræg og í raun ákveðin trúarbrögð. Svo smart eru stígvélin að það skiptir eiginlega engu máli hvort úti rignir eða hvort spáir blankalogi og sól. Wellies eru klassískir og prýði hverrar konu sem vill þá eiga. Allir ættu að eiga í það minnsta eitt par af Wellies í skóskápnum … því ósvikin Wellies stígvél eru lífstíðareign. Svona næstum því. 

Já! Hver var það sem sagði að þú gætir ekki gift þig í gúmmístívélum? Bara bölvað bull! Og þvæla! Víst máttu þramma inn kirkjugólfið í góðum og uppháum Hunter stígvélum og það sem meira er; það er allt í lagi að klæðast ullarsokkum undir! Og hananú! 

Gúmmístígvél koma líka með uppháum hælum. Já já. Það er alveg hægt að vera skvísa í blómum skrýddum gúmmístígvélum sem eru útbúin hæl. Og það sem meira er, – það er rosalega smart. Enn of aftur Wellies – hér að ofan – við elskum Wellies. ELSKUM!

Já. Gúmmístígvél eru framleidd í öllum regnbogans litum og geta líka verið ögrandi. Sebra er töff. Svo er það pardusmynstrið. Hvaða skvísa vill ekki eiga gúmmístígvél með áþrykktu dýramynstri? Og hver segir að rigna þurfi úti til að dama geti þrammað um götur bæjarins – rígmontin – í gúmmístígvélum? 

Hei. Og vel á minnst. Það eru ekki bara lítil börn sem skvampa í pollum og hlaupa skríkjandi um. Gömlu fólki finnst alveg jafn skemmtilegt að sulla og við hvetjum lesendur þar af leiðandi til að hlaupa út þegar næst rignir, sulla í pollum og söngla: „Mér finnst rigningin góð!“

Einmitt. Gömul gúmmístígvél má endurvinna og jafnvel hengja á grindverk. Og húsveggi. Og Guð má vita hvar. Gömul gúmmístígvél eru frábærir blómapottar og sóma sér vel úti í garði – slitin, lúin – alsæl og úr sér gengin. 

#rainboots

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!