KVENNABLAÐIÐ

„Hægeldaðar PERUR og VANILLU-Mascarpone rjómi með espressoangan“ … Hvað sagðirðu?

Hægeldaðar perur með mascarponerjóma…með espressó og vanilluangan… það er ósköp fátt hægt að segja um þennan eftirrétt en þið verðið bara að prófa hann. Þið megið senda okkur hate-mail ef hann slær ekki í gegn. þessi eftirréttur var valinn einn af 20 bestu eftirréttum allra tíma af Huffington Post.

20110911-_DSC1915-Edit

Perurnar:

4 perur
2 mtsk sítrónusafi
1 matskeið sykur
2 matskeið vatn
2 matskeiðar ósaltað smjör

mascarpone rjómi:
1 bolli rjómi
1 vanillubaun
1 bolli mascarpone
1/4 – 1/3 bolli sykur
2-3 matskeið espresso kaffi kalt

Til skrauts:

kakó duft
ristaðar möndlur

20110911-_DSC1919

Svona eldið þið perurnar:

Hitið ofninn á 180 gráður. Skerið perur í tvennt og takið kjarnann úr. leggið þær á bakið í ofnfast mót. Hellið sítrónusafanum yfir þær og sykrið og setjið vatnið í botn bökunarmótsins og inn í heitan ofn. Bakið í 30 mín. Snúið þeim við og bakið í aðrar 30 mínútur og hellið safanum sem er í mótinu yfir perurnar af og til. Kælið að stofuhita.

Mascarponerjóminn:

Hellið rjómanum í skál sem þið notið til að þeyta í og skafið innan úr vanillubauninni ofan í. Kælið í klukkustund. Rétt áður en þið berið fram bætið þá mascarpone og kaffinu útí á rjómann sem þið þeytið samanvið á miðlungshraða þar til allt samlagast. Setjið þeytarann á mesta hraða og bætið sykrinum samanvið þar til allt hefur þykknað vel.

20110911-_DSC1931

Framreiðsla:

Setjið peruhelming á disk, setjið vænan skamt af mascarponerjómanum og skreytið með kakódufti og ristuðum möndlum. Svo má líka þekja diskinn með mascarponerjómanum og setja perurnar ofan á…Þú ræður!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!