Þá er Sjómannadagurinn runninn upp og SYKUR óskar öllum sjófarendum hjartanlega til hamingju með daginn!
Sjómannadagurinn er hátíðisdagur tileinkaður sjómönnum, sem nafnið gefur til kynna og er alltaf haldinn fyrsta sunnudag í júní, nema sá dagur sé hvítasunnudagur, en þá ber sjómannadaginn upp viku síðar.
Þannig heiðrar þjóðin íslenska sjómenn og ástvini þeirra í dag, sunnudaginn 6 júní – en hátíðardagskrá er fjölbreytt og skemmtileg að venju. Skemmtilegt er að segja frá því að Sjómannadagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur á Íslandi í núverandi mynd árið 1938 og hefur alltaf borið upp fyrsta sunnudag í júní (að undanskildri þeirri reglu sem Hvítasunnan kveður á um).
Lesa má meira um íslenska tyllidaga á Almannanaksvef Háskóla Íslands, en dansinn dunar við höfnina í Reykjavík í dag og hér , á vefnum HÁTÍÐ HAFSINS má nálgast hátíðardagskránna á höfuðborgarsvæðinu.
GLEÐILEGAN SJÓMANNADAG! <3
*Forsíðumynd: Hátíð Hafsins