KVENNABLAÐIÐ

Napur veruleiki Fyrsta Heimsins: Látum orðið ganga

Þá sjaldan að við í raun veltum því nokkru sinni fyrir okkur í gráma hversdagsleikans hversu lánsöm við flest erum. Þrátt fyrir þrúgandi greiðslubyrði, streitu í umferðarnið og slitrótt farsímasamband. Þrátt fyrir það erum við lánsöm.

Þrátt fyrir langar biðraðir í matvöruverslunum síðla laugardags, óþolandi rokið sem rýkur í fangið á okkur við það eitt að svipta upp útihurðinni á sunnudegi, svíðandi bragðið af beiskum brjóstsykri og fjandans þurrkarann, sem aldrei virðist skila fötunum nægilega mjúkum og ilmandi. Þrátt fyrir það erum við einnig lánsöm.

Þá sjaldan að það hvarfli að okkur hversu heitt aðrir þrá þau sjálfsögðu þægindi sem okkur hefur hlotnast. Þrátt fyrir ylmjúka sængina og dúnmjúkan koddann, brakandi hrein rúmfötin og þann sjálfsagða möguleika að geta svalað þorstanum yfir eldhúsvaskinum, meðan við látum vatnið renna. Og renna. Við erum óendanlega lánsöm.

Við erum fyrsti heimurinn. Þrátt fyrir þrúgandi greiðslubyrðina, fjárans streituna sem fylgir umferðinni og snarpar norðanhviður. Þrátt fyrir slitrótt farsímasamband og svíðandi bragðið af beiskum brjóstsykri. Þrátt fyrir ylmjúka sængina sem allt vermir og götótta ullarsokkana sem hún amma prjónaði. Við höfum óskertan aðgang að hreinu vatni.

Látum orðið ganga – Gefum líf:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!