Baðbombur eru yndislegar og og sér í lagi ef þær eru búnar til úr vönduðum olíum og efnum. Þessi einfalda uppskrift er stór-sniðug og einföld. Þetta eru frábærar gjafir og svo er líka bara gaman að dekra við sjálfan sig.
Ekki LUSH-bombur en aaaalveg næstum því!
Það sem til þarf er eftirfarandi:
1 bolli C-vítamín duft. ( C-vítamín pillur sallaðar niður í duft ímatvinnsluvél)
1 bolli matarsódi
½ bolli kornsterkja
½ cbolli brædd kókosolía
keyptur matarlitur 2-3 dropar eða náttúrulegur matarlitur eins og hindberjasafi eða rauðrófusafiþ
8-10 dropar ilmolía / gætið að því að nota olíu sem má nota í bað eða á húð.
Sílikon form eða smá bökunarform, kúluform ef þið eigið þau til, ímyndunarafli ykkar eru engin takmörk sett og baðbombur mega vera allavega í laginu, litlar, stórar, óreglulegar, reglulegar –allt eftir ykkar höfði.
1. Blandið saman C-vítamín duftinu, matarsóda, kornsterkju og olíu í skál.
2. Bætið ilmolíunni við 8-10 dropar
3. Bætið matarlit við ef vill
4. Setið á ykkur einota hanska og blandið öllu vel saman á milli fingranna. þetta er svolítið eins og að grafa í blautum sandi…bara ef það væri sól…
5. Setjið blönduna í formin og þéttið vel niður í þau.
6. Látið þorna í 24 tíma.