Útvíðar buxur, sem verða sjóðheitar í sumar, falla ekki að smekk allra. Fyrir þær sem ekki kunna við skósíðar skálmar yfir heitustu mánuði ársins (fer ekki örugglega að koma sól?) er skótískan svo geggjuð að stuttbuxur eru eina svarið.
Þeir kallast Gladiators reimaðir sandalar og koma í öllum stærðum og gerðum, litum og útfærslum í sumar. Tískuvikan í París var undirlögð af gladiator sandölum; hælaháum, flatbotna, hnéháum, ökklaháum – ekki bara lagði einn hönnuður áherslu á reimaða Gladiator sandala … heldur vel flestir.
Kúnstin er þó kannski sú að klæðast ekki hnéháum Gladiator sandölum á sólríkum dögum, ekki ef ætlunin er að vera úti lengi við – alla vega. Annars er hætta á að sandalarnir myndi línulaga för á annars fallega fótleggina. Kannski Gladiator sandalar eigi því betur við á kvöldin … eða í hæfilegu sólskini.
Lágbotna Gladiator sandalar geta verið smart að degi til; meðan ökklaháir pinnahælar að kvöldi eru eggjandi og smart – og það er eitthvað pínu rokk í hnéháum Gladiator stígvélum. Allt gengur. Öll snið eru leyfileg. Stuttbuxur. Hringskorin pils. Síðar mussur. Og Gladiator. Geggjað kombó.