Ertu á hlaupum? Þá er þetta algjörlega málið. Girnileg berjaterta sem auðvelt er að taka með…hvert sem er… og hér fyrir neðan myndband sem sýnir þér hvernig þú ferð að:
2 1/2 bolli ferskir ávextir eða eins og hér er sýnt ber, bæði bláber og jarðarber.
1/2 bolli hveiti
1/2 bolli sykur
1/2 tsk salt
1. Setjið ávextina/berin í fjórar krukkur
2. Hrærið þurrefnin saman með gafli
3. Skiptið hvetiblöndunni jafnt í krukkurnar
4. Setjið vænan smjörbita í hverja krukku
5. Setjið krukkurnar í eldfast mót og notið þurrar baunir til að skorða þær svo þær renni ekki til
6. Bakið við 180 gráður í klukkutíma og látið kólna.
7. Setjið þeyttan rjóma ofan á og lokin á og inn í ísskáp. Upplagt til að taka með í partý, vinnuna eða í lautarferð á fallegum degi.