KVENNABLAÐIÐ

S U M A R Þ U N G L Y N D I: Hvað er nú það?

Einmitt þegar sól hækkar á himni, flugmiðar og frídagar eru í nánd og pilsfaldurinn styttist mætti ætla að almennt tæki gleðin völd. Það sem færri vita þó (og einhverjum þykir sennilega fróðlegt að vita) er að árstíðabundið þunglyndi leggst ekki einungis á fólk meðan skammdegið grúfir yfir.

Einkenni eru þveröfug við vetrarþunglyndi

Árstíðabundið þunglyndi gerir líka vart við sig á sumrin, en í minna mæli en gerist og gengur yfir svartasta tíma ársins. Heilkennið nefnist SAD upp á enska tungu (Seasonal Affection Disorder) en öfugt við það sem einkennir vetrardepurðina (þegar fólk borðar og sefur meira) veldur sumarþynglyndi lystarleysi og andvökunóttum.

Sumarþunglyndi er sjaldgæft en vissulega þekkt

Sumarþunglyndi er ekki algengt – reyndar eru einungis 10% þeirra sem þjakaðir eru af árstíðabundnu þunglyndi daprir þegar sólin skín sem skærast. Mælt er með meðferð sem er beinlínis andhverf í eðli sínu við vetrardepurð, en ljósameðferð er einmitt árangursríkt úrræði þegar skammdegisþunglyndi á í hlut.

Kuldameðferð og innivera árangursrík úrræði

Reyndar hefur sumarþynglyndi verið lítt rannsakað, þar sem röskunin er sjaldgæf en vísindamenn segja vænlegasta úrræðið að halda sig að mestu innandyra, draga fyrir gardínurnar og setja loftkælinguna á fullan straum.

Ný nálgun í markaðssetningu á Íslandsferðum?

Ekki að sú lausn hljómi sem tónlist í eyrum þeirra sem glíma við sumarþynglyndi. Sennilega er því betra að halda sig í köldu loftslagi, storma upp á jökul og baða sig í köldum sjó. Væntanlega væri svo hægt að gera út á Íslandsferðir, komist heilkennið í hámæli og gera út á heilnæmt fjallaloftið fyrir þá ferðamenn sem hreinlega þola ekki hitann og molluna sem hellist yfir á meginlandi Evrópu (og víðar um jarðarkringluna) þegar sumarið gengur í hönd.

Og við tökum undir með Lönu Del Rey, sem virðist þekkja sumarþynglyndi af eigin raun og syngur hér listilega um fyrirbærið og birtingarmyndir þess: 

Meira um sumardepurð: Mayo Clinic

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!