Hvern hefði grunað að hægt væri að túlka rapptónlist á svo tilfinningaríkan máta með táknmáli heyrnarlausra, að melódían hreinlega tækist á flug í höndum túlksins og öðlaðist aðra, dýpri og þróttmeiri merkingu?
Myndbandið sem má sjá hér að neðan sýnir ótrúlega túlkun ungrar stúlku að nafni Shelby Mitchusson, sem er táknmálstúlkur frá Austin, Texas í Bandaríkjunum. Upprunaleg ætlun Shelby var að senda myndbandið inn í tengslum við starfsumsókn – sem hún og gerði, en nokkrum mánuðum síðan skaut tilfinningaríkri túlkun Shelby upp á Reddit og viti menn; stúlkan sló svo rækilega í gegn að ríflega þrjár milljónir netverja hafa horft á, deilt og rætt ógleymanlega frammistöðu hennar.
Skemmtilegt er þá að benda á að tónlistin sem Shelby kaus að túlka fyrir atvinnuumsóknina er einmitt rapplagið Lose Yourself, sem Eminem gerði garðinn heimsfrægan með árið 2002 – en lagið fjallar – einmitt, um mikilvægi þess að halda fast um hvert tækifæri sem lífið réttið að okkur og glopra ekki niður augnablikinu, að fylgja öllum möguleikum eftir ef glufa myndast í annars hörðum heimi samkeppni.
Á YouTube rás stúlkunnar viðurkennir hún fullum fetum að njóta þess að túlka tónlist með táknmáli heyrnarlausra og segir:
Ég hef alltaf haft ástríðu fyrir tónlistartúlkun og vildi óska þess af öllu hjarta að ég gæti deilt fleiri upptökum, þar sem ég er stöðugt að túlka tónlist.
Það er engum ofsögum sagt, en Shelby hefur meðal annars túlkað fyrir ekki ómerkari tónlistarstjörnur en Sarah McLachlan á tónleikum þeirrar síðarnefndu, en hér má sjá þróttmikla og undurfagra táknmálstúlkun stúlkunnar á metlagi Eminem, Lose Myself: