KVENNABLAÐIÐ

A L M Á T T U G U R: FJÓRÐA bókin í seríunni 50 SHADES OF GREY kemur út eftir TVÆR VIKUR!

Eins og allir sérfræðingar í trílógíunni 50 Shades of Grey vita fullvel, þótti Önu alveg skelfilegt að geta aldrei svipt hulunni af innri líðan Mr. Grey. Christian birtist stúlkunni einfaldlega í skínandi herklæðum (lesist: sjúklega sexí jakkafötum) – svipti henni af fótunum (reif hana úr fötunum) og kynnti hana fyrir nýrri og áður óþekktri veröld (hún kafaði djúpt ofan í heim BDSM með manninum.)

En aldrei sagði maðurinn orð um eigin tilfinningar. Eða hvað? Hvernig leið Christian meðan á öllu stóð? Hvað hugsaði hann í raun og veru? Býr Mr. Grey yfir raunverulegri getu til að upplifa mannlegar tilfinningar?

Aðdáendur fá brátt að komast að hinu sanna, en rithöfundurinn E. L. James deildi magnþrunginni stöðuuppfærslu á Twitter og Instagram fyrr í dag, þann 1 júní – þar sem hún greindi frá því að FJÓRÐA bókin í seríunni væri væntanleg .. EFTIR TVÆR VIKUR.

Þessa ljósmynd birti höfundur á Instagram fyrr í dag:

erikaljames Hello all. For those of you who have asked, Christian’s POV of #FSOG is published on 18th June for his birthday. It’s called GREY… I hope you enjoy it. #FiftyShades #Grey

Bókin, sem ber einfaldlega heitið GREY verður gefin út á afmælisdegi Christian, þann 18 júní og því ekki vafi á því að erótískt þenkjandi húsmæður hafa eitthvað við að hafa á ströndinni í sumar (ef þær sólbrenna ekki) með bókina í höndum.

Fjórða bókin mun frábrugðin fyrri þremur bókunum, því hún segir söguna frá sjónarhóli Christian og einvörðungu frá sjónarhóli hans; þankagangi, tilfinningum og innra sálarstríði. Í opinberri fréttatilkynningu sem útgefandinn sjálfur, Random House, sendi frá sér í morgun má lesa orðin:

Fyrir þá lesendur sem veltu því fyrir sér … og báru upp spurninguna … og báðu … og báðu um einmitt þetta.

Þegar öllu er á botninn hvolft er Christian sjálfur meistari sjóngervinga, fortalna, maðurinn býr yfir nær ómannlegu úthaldi og … einmitt. Hann á gnægt af brjóstaklemmum. Hver myndi annars vilja þræta við Christian?

Nóg um það, en hér má sjá örstutta kynningarstiklu úr annarri kvikmyndinni í röðinni sem ber (að sjálfsögðu) heitið 50 SHADES DARKER … og við bíðum. Og bíðum!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!