KVENNABLAÐIÐ

Eggjakaka fyrir einn og … kannski tvo: Tekur bara 5 mínútur að búa til!

Eggjakaka fyrir einn og jafnvel tvo er snilld sem þú getur útbúið að kvöldi og skellt í örbylgjuna að morgni áður en þú ferð í vinnuna. Svo er líka smart að bjóða upp á eggjakökur í litlum krukkum ef þú ert með morgunverðarboð eða BRUNCH…þessar slá í gegn…

Þetta þarftu í uppskriftina:

  • 2 egg
  • 2 Mtsk mjólk eða rjómi
  • 1 handfylli af spínati
  • 4 mtsk smátt skorin rauð paprika
  • 1/4 bolli rifinn ostur
  • sjávarsalt að vild
  • Svartur pipar að vild
  • 2 sneiðar steikt beikon, skinkubitar, spægipylsa eða prótein að eigin vali..

Aðferð:

1. Hrærið eggin vandlega saman  og saltið og piprið. Hellið öllu saman í hreina glerkrukku eina eða tvær eftir því hvað þær eru stórar  að 2/3. Hrærið spínatinu saman við eggjablönduna með gafli. Setjið ostinn samanvið.

Omelette-In-Jar-Uncooked

2.  Bætið steiktu beikoninu saman við eða kjötinu sem þú valdir.  Kælið með lokinu á þar til þú ætlar að borða eggin. Tilvalið að taka með í vinnuna 😉

3. Setjið krukkurnar í örbylgjuofninn í 1 1/2 mínútu loklausar (MJÖG MIKILVÆGT!!!)og fylgist vel með því ofnarnir eru mismunandi. Eggin munu lyftast heilmikið og jafnvel upp fyrir barma krukkunnar en falla þegar þú tekur krukkuna úr.

Hugmynd fengin frá mylifecookbook.com og prófuð af okkur!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!