KVENNABLAÐIÐ

Jenner á forsíðu Vanity Fair: „Þið megið kalla mig Caitlyn“

Fyrrum Ólympíuverðlaunahafinn og raunveruleikastjarnan sem áður hét Bruce Jenner, hefur lokið kynleiðréttingarferli eins og SYKUR sagði frá fyrir örfáum dögum og birtist á forsíðu Vanity Fair sem stórglæsileg kona. Það var ljósmyndarinn Annie Lebovitz sem myndaði stjörnuna, sem nú hefur tekið upp nýtt nafn eðli málsins samkvæmt, – en forsíðan lítur svona út:

enhanced-12391-1433175279-8

Caitlyn var ljósmynduð á heimili sínu í Malibu, en að sögn upplýsingafulltrúa hennar hefur nafnið Caitlyn enga sérstaka merkingu, en íþróttafréttamaðurinn Buzz Bissinger tók forsíðuviðtalið sjálft. Þar segir Caitlyn meðal annars um sitt fyrra sjálf sem kona í líkama karlmanns:

Bruce þurfti að ljúga á hverjum einasta degi. Hann lifði í stöðugri lygi. Á hverjum degi þurfti Bruce að vernda leyndarmál, frá morgni til kvölds. Caitlyn á sér engin leyndarmál. Um leið og Vanity Fair kemur út, er ég orðin frjáls.  

 Hér má sjá myndband sem tekið var að tjaldabaki:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!