Hefur þú prófað að planka? Það er einfalt og þú getur plankað nær hvar sem er. Að planka styrkir ekki bara magavöðvana, heldur getur dregið úr líkum á beinþynningu, styrkt grindarbotnsvöðvana og svona mætti lengi áfram telja. Hér fara fimm ástæður þess að þú ættir að planka á hverjum degi:
Þú getur gert það hvar sem er:
Ef þú vilt planka þá þarftu ekki að mæta í ræktina eða autt herbergi. Þú getur gert það hvar sem er. Á stofugólfinu, í svefnherberginu eða úti í garði. Gott að vera með mottu undir sér eða þess vegna bara handklæði og plankaðu í 60 sekúndur eða lengur.
Hugsanleg forvörn gegn beinþynningu:
Beinþynning er rosalega algeng og margir hafa lélega beinþéttni sem eykur líkur á beinþynningu seinna meir á ævinni, en þannig brotna beinin auðveldlega. Þetta er falinn sjúkdómur og uppgötvast oft ekki fyrr en þú ferð að beinbrjóta þig. Taktu stjórnina, plankaðu og byggðu upp sterkari bein.
Auðvelt:
Samanborið við margar aðrar magaæfingar, þá er tiltölulega auðvelt að planka. Ef plankið er gert rétt þá er það ekki bara kviður sem styrkist, því plankið reynir einnig á rass, læri, grindarbotn, handleggi, bak og axlir.
Minnkar líkur á meiðslum:
Þar sem það að planka eykur styrk á miðjusvæði líkamans þá gerir það líkamanum auðveldara með alla hreyfingu. Planki er örugg aðferð við að byggja upp vöðva og verja mænuna og mjaðmir við hreyfingu.
Bætir líkamsstöðu:
Ef þú plankar á hverjum degi þá bætir það líkamsstöðu þína og hvernig þú berð þig. Þú er beinni í baki og hefur meiri styrk við allan líkamsburð.
Gangi þér vel að planka!