Næringarefni sem borin eru beint á hörundið, smjúga venjulega auðveldlega beint inn í blóðrásina. Þess vegna ættum við aldrei að bera áburð á hörundið sem inniheldur skaðleg efni, því þau geta borist beint inn í blóðrásina og valdið slappleika í besta falli. Einmitt þess vegna ættum við líka að íhuga heimalagaða Magnesíum-olíu því hún smýgur auðveldlega inn í blóðrásina og inniheldur lífsnauðsynleg næringarefni fyrir líkamann.
Hvað er Magnesíum-olía?
Að sögn er ekki um eiginlega oliu að ræða þó áferðin sé olíukennd, heldur er um upplausn að ræða sem inniheldur Magnesíum-flögur sem leystar hafa verið upp í vatni. Hægt er að panta flögurnar af netinu (til dæmis héðan) ásamt því sem hægt er að panta Magnesíum-olíuna beint (til dæmis héðan) en hún er dýrari í tilbúnu formi og því sniðugt að spara nokkra aura. Upplausnin er þó sniðug fyrir þá sem eiga erfitt með að innbyrða stórar töflur en þurfa engu að síður á Magnesíum viðbót að halda.
Hvaða ávinning hef ég af því að bera á mig Magnesíum-olíuna?
Magnesíum skortur er vel þekktur og Magnesíum-olía er góður og heilnæmur valkostur. Ófáir sérfræðingar segja Magnesíum eitt mikilvægasta steinefnið og að líkaminn þarfnist þess til jafns við vatn, súrefni og almenna fæðu. Magnesíum er mikilvægara en kalsíum, pótassíum og sódium og kemur jafnvægi á öll hin steinefnin sem líkaminn þarfnast líka. Sár og stöðugur þorsti getur bent til steinefnaskorts, þó þorstinn geti einnig stafað af öðrum orsökum.
Magnesíum-olía er að sögn góð við eftirfarandi kvillum:
Getur stutt við almenna heilbrigði og er heilnæmur valkostur fyrir allflesta
Getur dregið úr tíðarverkjum og almennum vöðvaverkjum
Magnesíum sefar og róar og getur því unnið á svefntruflunum
Sefar (að sögn) uppblásinn maga, hormónasveiflur og brjóstaspennu vegna tíða
Getur verið gagnleg gegn mígreni og getur dregið úr höfuðverk
Hjálpar til við að koma jafnvægi á hormónastarfsemi líkamans
Dregur úr almennri streitu og gefur sefað kvíða, róar og styrkir taugarnar
Magnesíumolía – Uppskrift:
1 dl vatn
1 kúfaður dl magnesíum klóríðflögur (t.d. þessi hér)
Vænn spreybrúsi – dauðhreinsaður
Látið vatnið sjóða í hreinum potti. Slökkvið á hitanum og hrærið Magnesíum-flögunum út í vatnið og haldið áfram að hræra þar til lausnin er alveg uppleyst og hrein. Kælið vel og hellið í spreyflöskuna. Engin þörf er á að geyma blönduna í ísskáp.
Svona berð þú Magnesíumolíuna á líkamann:
Spreyið í hæfilegu magni á líkamann og nuddið varlega inn í hörundið. Blandan er örlítið feit og því er mikilvægt að spreyja ekki of miklu magni á líkamann en blandan smýgur inn í líkamann á fáeinum mínútum. Hæfilegt er að bera ca. 10 – 30 mg af olíunni á líkamann á hverjum degi.
*Ath: Borið getur á vægum sviða þegar olían er borin á líkamann. Byrjið ávallt á þvi að bera örlítið magn á hörundið fyrst, til að sjá hvort ber á útbrotum áður en lengra er haldið. Varist að bera Magnesíum-olíuna á viðkvæm svæði; hnés-og olnbogabætur, hálsinn og handakrika. Berið fremur á magasvæði og mjaðmir og á fótleggina framanverða.
EKKI bera Magnesíum-olíu á fótleggina skömmu eftir rakstur líkamshára, þar sem slíkt getur valdið sárum sviða. Best er að bera olíuna á líkamann að morgni til þar sem hörundið er móttækilegast að þeim tíma dags og bíða ætti í að minnsta kosti í 30 mínútur áður en farið er inn í sturtuna (eða baðið) til að ganga úr skugga um að olían hafi smogið alveg inn í hörundið.
Heimild: Empowered Sustenance