KVENNABLAÐIÐ

G-STRENGINN burt: ÖMMUNÆRBUXUR eru miklu HEITARI!

Ömmunærbuxur eru komnar í tísku og það sem meira er, þær veita hinum alræmda G-streng harða samkeppni. Þessu greindu bæði Huff Post og New York Times frá í vikunni sem líður en undirliggjandi skilaboðin í báðum umfjöllunum virðast skýr: Konur versla undirfatnað fyrir ÞÆR SJÁLFAR en ekki fyrir ástmenn sína og eiginmenn.

Þess utan virðist fegurðarskyn almennings vera að taka breytingum. Þægilegt er fallegt og óþægindi eru fráhrindandi. Þannig dróst sala á G-streng saman um heil 7% á síðasta ári en 17% aukning varð í sölu á ömmunærbuxum. Skilaboðin eru skýr: Konur ættu að klæðast þvi sem þeim langar og líður vel með – hvort sem um G-streng, mittisháar bómullarnærbuxur eða bara engar nærbuxur yfir höfuð er að ræða.

Klassískar „grannie pants“ eru komnar í tísku: 

safe_image (1)

Já, þetta er alvöru umræðuefni og undirtónninn er grafalvarlegur en hér má sjá berleg áhrif frá vaxandi vinsældum fyrirsæta í yfirstærð og svo einnig jákvæðri líkamsvitund sem farið hefur stórum á netinu undanfarin misseri. Mittisháar nærbuxur eru í tísku og bómull er besta efnið sem kona getur klæðst.

Ofurkonan klæðist ömmunærbuxum og „púllar lúkkið“ vel: 

lynda-carter-running-wonder-woman

Svo virðist sem skilaboðin sem baráttufólk fyrir jákvæðri líkamsvitund hafa hrópað út í alþjóðasamfélagið undanfarin ár séu farin að síast inn:

Konur þurfa ekki að líta út á ákveðna vegu til að vera fallegar. Það er allt í lagi að vera fallegur í eigin skinni. Engin kona ætti að uppfylla ákveðin skilyrði til að finnast hún falleg.

Þetta kann að vera undirliggjandi ástæða þess að ömmunærbuxur eru orðnar jafn vinsælar og raun ber vitni, þægilegur undirfatnaður í viðeigandi stærðum, – mittisháar, hlýjar og dúnmjúkar nærbuxur sem gæla við kroppinn.

Hér má hlýða á athyglisvert viðtal sem Huff Post birtir í tengslum við sömu umfjöllun, en það er kvensjúkdómalæknir sem ræðir gildi undirfatnaðar – orsakir sveppasýkingar og slær ákveðnar mýtur út af borðinu um leið – en sú pólitík sem ræður kaupum og vali á undirfatnaði kvenna er ekki hlægileg umræða, heldur grafalvarleg spegúlasjón sem ber að virða:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!