Facebook notendur ættu að gleðjast núna, en loks hefur samskiptamiðillinn gert notendum kleift að deila GIF myndum. Ekki nóg með það, heldur er nú hægt að deila stöðuuppfærslum með alvöru GIF myndum og skreyta þannig vegginn með hreyfimyndum.
Og það er ferlega auðvelt að deila GIF myndum á Facebook; það eina sem þú þarft að gera er að afrita vefslóðina í stöðuuppfærslugluggann og hreinsa slóðina út áður en stöðuuppfærslan sjálf er rituð. Imgur, Tumblr, Google myndaleit, hvað sem er. Allt gengur.
Enn er verið að prófa nýja möguleikann og því er í dæminu að einhverjir notendur geti ekki deilt GIF myndum, en örvæntið eigi! Uppfærslan hefur átt sér stað og innan tíðar geta allir notendur deilt GIF myndum á Facebook vegg sínum.
Ferlið er ekkert öðruvísi en þegar myndbönd eða myndir eiga í hlut – en hér má sjá einfalda sýnikennslu – svona er GIF myndum deilt á Facebook:
Ef allt er eins og það á að vera, birtist lítið GIF tákn á miðju myndarinnar. Ýttu á BIRTA og viti menn, GIF myndin birtist! Og endurtakið! Og birtið fleiri GIF! Þetta kann að vera lítilvægt fyrir marga, en í eyrum nördanna eru GIF myndirnar á Facebook risastórar fréttir.
Svona lítur þá myndin út á Facebook:
Og þá er bara að finna hvar GIF myndir eru vistaðar á vefnum, hér er ágætur vefur sem geyma kynstrin öll af GIF myndum.