Hildur Hafstein, skartgripahönnuður ætlar í samstarfi við SYKUR að gefa einum heppnum lesenda, gullfallegt og sérsmíðað hálsmen úr skartgripalínu sinni, en hálsmenið er með 45 cm langri sterling-silfurfesti, með silfurskífum og fjöður. Skartgripaverslun Hildar, sem ber einfaldlega nafnið Hildur Hafstein Workshop, er ein fallegasta búðin í Reykjavík, er staðsett á Laugavegi 20b en þar er einnig að vinnustofa Hildar staðsett.
Ein af fegurri búðum Reykjavíkur er á Laugavegi 20b
Skartgripahönnun Hildar er framandi en hún byggir hönnun sína á eilífri leit sígaunana, virðingu hippanna fyrir náttúru heimsins og á austurlandaheimspeki. Flestir af þeim munum sem Hildur hannar eru úr silfri og náttúrusteinum og gripum hennar fylgja óskir um andlega vellíðan.
Sumargjöf SYKUR & Hildur Hafstein Workshop: Gullfallegt silfurhálsmen
Leikreglurnar eru sáraeinfaldar: Til að komast í pottinn þarftu að skrifa nafn þitt í athugasemd hér fyrir neðan færsluna og deila á Facebook – ásamt því að smella á Líka við SYKUR og HILDUR HAFSTEIN WORKSHOP á Facebook, en við drögum þann 1 júní – eða nk. mánudagskvöld. Einungis þeir sem setja nafn sitt hér að neðan og deila færslunni á Facebook komast í pottinn!