KVENNABLAÐIÐ

FIMM atriði: SVONA gerir þú hann SKOTINN í ÞÉR!

Daður er listform hinna útvöldu, sem virðast allt hafa á valdi sér og ekkert óttast. Aldrei velt því fyrir þér hvernig vinkonan fari að þessu, sú sem snýr hálfri karlþjóðinni um fingur sér? Sú hin sama notar sáraeinfalda tækni. Hún hlær, hún hlustar og hún horfir í augu mannsins. Ekki nema von að þeir séu hálfveikir á eftir henni alla daga … en svona fer hún sennilega að:

EKKI LÍTA UNDAN: (ekki þó stara í augu mannsins heldur). Ástfangnir einstaklingar eru mun líklegri til að mynda augnsamband og viðhalda því og yfir 75% para í tilhugalífinu horfast lengur í augu en venjulegt er. Reyndu því að standast þá freistingu að líta undan í algerri taugaveiklun. Það er erfitt! En reyndu!

Sýndu honum áhuga sem persónu og hlustaðu á manninn: Auðvitað elska allir að vera eftirtektarverðir; þegar viðmælandinn hleypur ekki úr einu í annað og hlustar á setningar til enda. Af athygli. Fylgdu samræðunum eftir, spyrðu spurninga í framhaldinu og taktu virkan þátt – sem er í raun list sem allir ættu að iðka.

Láttu hann finna að hann skipti máli: Ef þú getur töfrað fram þá tilfinningu hjá þeim sem þú ert að sverma fyrir að hann skipti máli, að þú kunnir að meta hvað hann gerir fyrir þig og að þér líki vel við hann sem persónu, ertu um leið að sá fræjum ástarinnar …

Brostu. Mikið. Oft. Lengi: Þú verður svo aðlaðandi þegar þú brosir. Brosmildir einstaklingar eru fallegri, hlýlegri og vingjarnlegri – að ekki sé talað um að brosmildir einstaklingar virðast búa yfir meira sjálfstrausti. Sem er hrífandi. Auðvitað ertu svo miklu heitari, sætari og skemmtilegri þegar þú brosir. Svo það er til alls að vinna!

Snertu hann: Létt snerting á öxlina getur aukið vellíðan og sjálfsöryggi. Nándin er meiri og hlýjan streymir fram. Þetta eykur svo aftur á nándina.  Ef þig langar að leggja hendina létt á upphandlegg hans, gerðu það þá bara – hann skynjar snertinguna sem er ekkert annað en létt daður og merkir að þér líði vel nálægt honum.

Skemmtilegar kenningar! Hér er myndbandið:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!