Ég rakst á þessa snilld þegar ég var að skoða hinar ýmsu síður eitt kvöldið og ég stóðst ekki þá mátíð að deila þessu með ykkur. Þó svo sumarið hafi enn ekki látið sjá sig hér á Íslandi, þá hljóta að koma góðir dagar í sumar. Þá verður þetta prófað og alltaf gaman að bera fram svona smart nýjungar í góðum partýum.
Uppskriftin er einföld og allir þeir sem drekka gin og tónik ættu að gleðjast og hinir að prófa. Rosalega einfalt að gera þetta.
Athugið að þar sem frostpinnarnir innihalda gin þá eru þeir ekki eins fljótir að verða gegn frosnir og eru fljótari að þiðna en venjulegir frostpinnar. Láttu þá því ekki standa í sólinni lengi.
Uppskrift:
3 bollar tónik
45 ml af gin
Kreista hálft lime eða sítrónu
1/2 bolli af gúrkusneiðum
Aðferð:
Blandaðu saman tónik, gin og lime safanum
Settu gúrkusneiðar í frostpinnamótin og helltu blöndunni yfir. Láttu vera í frysti yfir nótt.
Örugglega gott að prófa með sítrónu líka og lime, jafnvel appelsínu.
Njótið vel!
Texti og myndir af www.portandfin.com