Þetta þarftu að eiga til að búa þessa dásemd til en hver slær hendinni á móti brakandi steiktum kartöflum með sýrðum rjóma,beikonbitum og osti…Ef þetta kemur ekki heilsunni í lag eftir gott djamm…þá megið þið senda okkur hate-mail. Þetta er líka tilvalið til að bjóða upp á heima í hópi góðra gesta. En já, en svona býrðu BESTU kartöflubáta í heimi til…
Franskar:
- 4-6 stórar kartöflur
- 1/4 bolli ólífu olía
- Sjávarsalt, svartur pipar, krydd að eigin vali
Sósan:
- 1 bolli sýrður rjómi
- 1/2 bolli Ranch dressing eða svipuð salat dressing sem þú átt í ísskápnum
- 1/4 bolli mjólk
- krydd eftir smekk
Til að toppa þetta:
- 1 bolli rifinn ostur að eigin vali
- 1/2 bolli rifinn mozzarella
- 1/2 bolli steiktir beikon bitar
- 1/4 bolli graslaukur
Svona ferðu að:
Kartöflubátarnir:
- Skerðu katröflurnar í ‘franskar’…þykkar eru betri en taka lengri tíma í ofninum
- Settu kartöflurnar/bátana/frönskurnar ( Hvað sem þú vilt kalla þær) á ofnplötu sem þú ert búin að klæða með álpappír.
- Settu olífuolíuna yfir og blandaðu varlega við kartöflurnar.
- Saltaðu og pipraðu og ef þú vilt nota annað krydd eins og DASS af chili eða papriku þá er tíminn núna.
- Bakaðu í ofni við 200 gráður í um það bil 40 mínútur.
Sósan og framleiðsla:
- Blandað saman öllum innihaldsefnum sósunnar og setjið hluta hennar á diskinn eða bakkann sem þú ætlar að bera þær fram á.
- Settu ofnbökuðu ‘frönskurnar’ á sósuna og settu meiri sósu yfir.
- Settu beikonbitana og ostinn yfir
- Hentu svo öllu klabbinu undir grillið í örfáar mínútur til að bræða ostinn. ( Ekki henda því samt í alvörunni)
- Gjörðu svo vel…þú verður sko ekki svikin af þessu….kannski væri NÆS að horfa á góða bíómynd meðan þú gæðir þér á þessu…?