KVENNABLAÐIÐ

Kynleiðréttingarferli Bruce Jenner er lokið: LOKS ORÐIN KONA!

Stóra augnablikið er runnið upp. Bruce Jenner hefur – að sögn Radar Online – undirgengist kynleiðréttingaraðgerð og það sem meira er, Bruce (sem óskaði sérstaklega eftir því að vera ávarpaður sem HANN fyrir skömmu, þar sem aðgerð hafði ekki enn átt sér stað) lagðist að sögn á skurðarborðið fyrir heilum þremur vikum síðan.

Heimsathygli vakti þegar Bruce Jenner veitti Diane Saywer einlægt viðtal fyrr á þessu ári og viðurkenndi fullum fetum að hafa fæðst í röngum líkama, að hann hefði liðið vítiskvalir í áratugi og að hann hefði jafnvel íhugað sjálfsmorð á tímabili.

Jenner er 65 ára að aldri, en samkvæmt heimildum Radar Online tók kynleiðréttingaraðgerðin eina átta klukkutíma og er fyrrum Ólympíukappinn og raunveruleikastjarnan hægt og bítandi að ná fyrri styrk.

Bruce gerði sér allar götur grein fyrir því að aðgerðin yrði þung og erfið. Hann er himinilfandi yfir því hversu vel aðgerðin heppnaðist – en var ekki viðbúin/n sársaukanum sem fylgdi.

Ef satt reynist og aðgerðin er yfirstaðið, er þetta að síðasta sinni sem SYKUR mun fjalla um Bruce sem karlmann – en eina ástæða þess að hér er tekið fram karlkyn – er að Bruce sjálfur óskaði þess fyrr á þessu ári í viðtali við bandaríska fjölmiðla, að vera ávarpaður sem karlmaður þar til aðgerð væri yfirstaðin.

Bruce er loks orðin kona. Í lagalegum, líffræðilegum og sálrænum skilningi þeirra orða. Börnin hans hafa aldrei séð hann svona hamingjusaman áður og eru á því að hann ætti að stíga fram fyrir opnum tjöldum strax – en Bruce er ekki á sama máli – þar sem allt ferlið var kvikmyndað og hann vill halda sér í hæfilegri fjarlægð frá kastljósi fjölmiðla þar til heimildarmyndaserían verður frumsýnd í júlí.

Hér má sjá brot úr KUWTK þar sem Bruce ræðir við dætur sínar um ferlið sjálft:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!