KVENNABLAÐIÐ

FALLEGT BÓNORÐ – Fyrsta írska lesbían krýpur á kné og biður kærustu sinnar

Írar sögðu við lögleiðingu samkynhneigðra hjónabanda nú um helgina og urðu þannig fyrstir allra þjóða heims til að heimila tveimur einstaklingum af sama kyni að ganga í hjónaband gegnum beina þjóðaratkvæðagreiðslu.

Og ástfangnir létu ekki eina mínútu fara til spillis, en hér má sjá fyrstu írsku konuna fara niður á hnén og biðja kærustu sinnar um leið og úrslitin urðu kunngerð. Ástfangna og lánsama parið sem hér má sjá á myndbandinu fyrir neðan heita Billie (41) og Katie (26) og eru búsettar á vestur-Írlandi, nánar tiltekið í smáþorpi þar sem þær eru að gera upp 180 ára gamalt sveitasetur í sameiningu. Þær hafa verið saman í sex ár og geta nú loks gengið í hjónaband – þökk sé hinni sögulegu þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór um helgina.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!