Færðu oft höfuðverk? Hvort sem höfuðverkurinn stafar af streitu eða það er sá tími mánaðarins þá eru ákveðnar fæðutegundir sem hjálpa okkur að losa okkur við höfuðverkinn.
1. Vatn
Algengasta orsök fyrir höfuðverk er sú að við drekkum ekki nóg. Miðaðu við að drekka 2-2.5 L af vatni á dag. Ef þú ert viðkæm fyrir að fá höfuðverk þá ættir þú að venja þig á að vera með vatnsflösku með þér allan daginn og drekka jafnt og þétt. Sniðugt að setja smá sítrónu út í vatnið öðru hvoru. Ef þú ert að æfa mikið þá er sniðugt að fá sér íþróttadrykk á eftir með elektrólýtum.
2. Heilkorn
Fyrir utan það að gefa þér fullt af trefjum þá eru heilkorn rík af magnesíum, sem er steinefni sem getur minnkað hausverk tengdum blæðingum hjá konum. Prófaðu að borða heilkorn alla daga milli mála eða í aðal máltíð. Aðrar fæðutegundir ríkar af magnesíum eru m.a. fiskur, hnetur, fræ, avokadó, rúsinur og grænt salat.
3. Lax
Þessi feiti fiskur ásamt túnfisk og makríl er fullur af omega-3 fistusýrum sem hafa bólgueyðandi áhrif í heilanum. Borðaðu því lax eins oft og þú kemur því við.
4. Ólífuolía
Ótrúlega holl og rík af andoxunarefnum, e-vítamíni og getur þannig bætt blóðrásina, minnkað bólgur og komið jafnvægi á hormón. Allt minnkar þetta höfuðverk.
5. Engifer
Engifer er ekki bara gott gegn ógleði. Þessi einstaka rót er góð gegn höfuðverk útaf antihistamín áhrifum og bólgueyðandi áhrifum sínum. Fáðu þér engiferskot eða settu engifer í teið þitt þegar þér finnst þú vera fá höfuðverk.
Fæðutegundir sem þú ættir að forðast þegar þér finnst þú vera fá hausverk eru: ostar, unnar kjötvörur, súkkulaði, alkóhól, pakkamatur og öll mikið unnin fæða.