Á Laugavegi 20b er ein fallegasta búðin í Reykjavík en þar er að finna vinnustofu Hildar Hafsteins hönnuðar.
Hildur Hafstein Workshop kallast þessi leyndardómsfulla verslun og við mælum með að þú stingir þér þar inn til að skoða. Hildur lærði á Spáni og hún er jafnframt búsett þar ásamt eiginmanni og sonum.
Skartgripahönnun Hildar er framandi en hún byggir hönnun sína á eilífri leit sígaunana, virðingu hippanna fyrir náttúru heimsins og á austurlandaheimspeki.
Flestir af þeim munum sem Hildur hannar eru úr silfri og náttúrusteinum og gripum hennar fylgja óskir um andlega vellíðan.
Skartgripir Hildar eru hver öðrum fallegri.
.