Norðlendingar hafa löngum þótt hraustmenni, en stúlkurnar sem starfa á Pólarhestum hljóta þó að hafa slegið öll heljarmet á Sumardaginn fyrsta, en einhver galsi kom í þær allar þegar Vetur Konungur kvaddi. Svona rúlluðu þær um Eyjafjörðinn, íklæddar sundfötum og létu veðrið ekki slá sig út af laginu.
Halló Sumar! 
Hver myndi ekki hrökkva í kút ef rauðnefjaðar bikinídrottningar kæmu ríðandi í flasið á manni í norpandi kulda, flissandi með prjónahúfur og íklæddar gúmmístígvélum í miðjum Eyjafirði?