Yndislega vorið er svo litríkt; allir litirnir sem lifna við í náttúrunni endurspeglast oft í fallega bjartri vortískunni og fallegum fylgihlutum. Skyndilega er allt í lagi að vera með neon-naglalakk og vetrarkápan hverfur inn í skáp.
Slegið hár, íspinni í sólinni og fallega snyrtar neglur. Stúlka getur sannarlega látið sig dreyma um sumartíð þó rigni oft á Íslandi! Og hér fer alveg ótrúlega sæt hugmynd að handsnyrtingu – auðvelt í framkvæmd og dálítið forvitnileg.
ATH: *Þó sýnikennslan í myndbandinu feli í sér að fjarlægja auka naglalakk af með eyrnapinna og Aceton, bregða margir á það ráð að leggja fíngert límband við nöglina og fletta því af þegar naglalakkið hefur veirð borið á.
En falleg er hugmyndin! Allt sem þarf er vandað grunnlakk og nokkrir litir af naglalakki. Ódýr make-up svampur og svo glært yfirlakk. Litirnir eru líflegir, glaðlyndislegir og ó svo freistandi að sjá!