Sjóðheitar samfarir í þyngdarleysi? Jafnvel langt úti í geimi? Er ekki örugglega alveg æðislegt að rífa hvort annað úr fötunum, fljóta þyngdarlaus um og njóta ásta í frjálsu falli?
Kitlar hugmyndin ímyndunaraflið? Einhvern tímann í fyrndinni (eða á því herrans ári 2000) kom einmitt út klámmyndin The Uranus Experiment: Part 2 en þar mátti sjá klámmyndastjörnurnar Sylvia Saint og Nick Lang í eldheitri 27 sekúndna langri senu þar sem þau svifu þyngdarlaus eins og brjálæðislega lostafullir geimfarar í upploginni geimstöð.
Senan var framkvæmd um borð í flugvél sem kleif fyrst upp í 11000 feta hæð og tók svo skarpa dýfu niður á við sem myndaði tímabundið þungdarleysi. Þetta gaf leikaraparinu færi á að ljúka samfarasenunni á tæplega hálfri mínútu en ógurlegt tæknibrambolt fylgdi tökum, sem voru afar flóknar í framkvæmd.
Ástarsafinn hefst á flug og þyrlast um eins og rennblautir demantar
Í alvöru talað er kynlíf um borð í geimskutlu að sögn sérfræðinga mjög sérstakt. Í fyrsta lagi svitnar fólk meira í þyngdarleysi en á jörðu niðri. Þar sem þyngdaraflið skortir, situr svitinn hins vegar fastur. Svitinn bogar ekki af líkamanum, heldur liggur á hörundinu eins og slikja.
Kate Upton auglýsti Target bikiní fyrir Sport Illustrated um borð í þyngdarleysisklefa árið 2009
Þess utan gerir þyngdarleysið það að verkum að líkamshitinn nær ekki að gufa upp eins og á jörðu niðri, svo bráðlyndum elskendum yrði sjóðheitt á skotstundu. Myndi svo vilja til að svitinn flyti af líkamanum, myndu droparnir mynda litla svitakristalla í kringum lostafullt parið og ástarsafinn færi á flug …
Vissulega getur þó kynlíf losað um spennu á löngum geimferðalögum. Því ekki nema von að einhverjir velti spurningunni upp, vonir standa jú til að fáeinir útvaldir muni ferðast til Mars og hvernig á annað að vera en að fólk vilji sofa hjá, hvar sem það er statt í hinni stóru veröld. Kynlíf úti í geimi er því ekki bara ágæt hugmynd, heldur jafnvel spurning um að lifa af.
Holdris út í geimi er fáránleg líkamleg áskorun
Einmitt. Vinurinn á erfiðara með ris í þyngdarleysi en á jörðu niðri, þar sem þyngdaraflið stýrir blóðrás líkamans. Holdris er því áskorun. Alger. Blóðþrýstingur og blóðflæði orka einfaldlega öðruvísi í algeru þyngdarleysi sem merkir einnig að holdris er örlítið meiri líkamleg áskorun.
Áhöfn Appolo 10; þessi karlmenni vita sem víst er að holdris úti í geimi er næstum ómögulegt
Þessi staðreynd hefur að sjálfsögðu áhrif á sjálfar samfarirnar (ef þær eru mögulegar í það fyrsta) þar sem hjartsláttur og blóðflæði líkamans getur haft afgerandi áhrif á líkamlega frammistöðu karlmannsins.
Sumar stellingar virka ekki í þyngdarleysi (en lausnin er frábær)
Hér kemur þá það besta; ekki bara gerir þyngdarleysið að verkum að getnaðarlimurinn þarf að erfiða meira til að ná fullri stinningu, heldur gera önnur eðlisfræðilögmál að verkum að náin snerting við aðra manneskju verður fráhrindandi, líkamar beggja fljóta burtu frá hvoru öðru við minnstu snertingu. Þetta vita sérfróðir og á því er fáránlega fyndin lausn; geimbúningar með frönskum rennilásum sem gera elskendum kleift að líma sig saman í algeru þyngdarleysi.
2suit búningurinn var sérhannaður fyrir lostafulla geimfara sem geta ekki hamið sig
Búningurinn nefnist 2suit og er búinn innri öryggisventlum sem gera þér kleift að krækja þig fasta/n við annan líkama meðan á samförum stendur. Úti í geimnum. Að sjálfsögðu. Þetta kemur svo aftur í veg fyrir að þú skoppir eins og leikjabolti út um alla geimstöðina og berjist við að komast í líkamega snertingu aftur.
Þetta er svo aftur bara fyndið. Ímyndið ykkur bara skoppandi líkama og örvæntingarfullt fálm. Klaufalegar gælur og brambolt. Í hnausþykkum geimbúning. Þess vegna er 2suit útbúinn auðveldum frásmellum sem gera báðum kleift að afklæðast á sekúndurbroti.
Sennilega hafa geimfarar kelað í þyngdarleysi og án efa hafa turtildúfur á mála hjá NASA læðst inn í þyngdarleysisklefann einhverju sinni. Fólk hefur bara ekkert hátt um það. Hver viðurkennir sjortara á vinnutíma? Er því nema von að starfsfólk NASA þegi þunnu hljóði …
Hollywood lýgur; kynlíf í geimnum er fáránlega flókið
En kynlíf í algeru þyngdarleysi er ekki alveg jafn rómantískt og í bíómyndunum. Láttu engan ljúga því að þér að mannslíkaminn fljóti i eggjandi, láréttri stellingu eftir fögrum geimklefa meðan rúmfötin einhvern veginn loða við logandi lendarnar. Það gerist bara í Hollywood myndum. Sjóðheitir kossar og ótrúlega leitandi hendur eru bara til í glanstímaritum. Kynlíf í geimnum er heitt, blautt og vandræðalegt.
Allt í plati; logandi heit kynlífssena úr geimmyndinni THE EXPANSE
Sannleikurinn er sá að svitastorknir, löðrandi sveittir líkamar eiga í fullu fangi með að viðhalda snertingu og takti meðan líkaminn erfiðar við að pumpa nægu blóði í getnaðarlimurinn svo standpínan geti gert karlmenninu kleift að uppfylla æsispennandi fantasíu sem snýst um kynlíf í þyngdarleysi. Ástarvessarnir þyrlast út í loftið eins og örsmáir gervihnettir og fljóta allt um kring meðan parið skoppar til og frá.
Þegar öllu er á botninn hvolft eru það sennilega kattliðugar klámstjörnur sem eiga vinninginn þegar að kynlífsiðkun í þyngdarleysi á í hlut. Geimfarar væru sennilega löngu búnir að gefa út opinbera yfirlýsingu ef einhverjir þeirra hefðu notið ásta utan við segulsvið jarðar. Reyndar ætti slíkt ævintýri erindi í heimsfréttir.
Þó klámstjörnur einar kunni á þyngdarleysið velta vísindin líka vöngum
En ástin þekkir engin landamæri og þannig er öruggt að reynsluleysi mannskepnunnar utan við segulsvið jarðar spilar stóran þátt í því að kynlíf í geimnum er jafn mikið brambolt og gefið er í skyn hér að ofan. Galsafullir geimfarar eiga því örugglega eftir að tæta sig úr fötum úti í hinum stóra geimi og iðka nakta leikfimi saman í algeru þyngdarleysi áður en langt um líður.
Jafnvel verða hinir sömu nægilega hreinskilnir til að leggja spilin á borðið og svara spurningunni sem brennur á allra vörum: Hvernig er í alvöru talað að stunda villt kynlíf úti i geimnum?