Það er mikið úrval í boði af sólarvörnum en það borgar sig að velja vel og eftir því hvað hentar manni best. Það er ekkert smart við það að brenna og svo er sólin yndisleg en því miður skaðvaldur ef maður ver sig ekkert.
Gott að hafa í huga þegar maður er að velja:
1. Ertu íþróttatýpan? Ef svo er skaltu velja gel, því það helst betur á þegar þú ert að hreyfa þig og svitnar.
2. Færðu auðveldlega bólur? Þá skaltu velja olíufría sólarvörn.
3. Ertu með þurra húð? Þá er best að velja kremaða sólarvörn.
4. Ertu með viðkvæma húð eða rósaroða? Þá er gott að velja sólarvörn með zink eða titanium oxíð í.
5. Ertu að kaupa sólarvörn sem börn nota líka? Þá er gott að velja einhverja sem er ekki ertandi ef lekur t.d. í augun.
Svo er mikið atriði að bera sólarvörn rétt á sig. Það þarf að bera hana á sig 15 mínútum áður en þú ferð út í sólina svo hún hafi tök á að fara inn í húðina og ná virkni.
Hafðu einnig í huga að bera nóg á þig. Margir nota alltof lítið af vörn. Gott að miða við eins og 25-30 ml eða eins og 1 staupglas á 2ja tíma fresti.
Rannsóknir sýna að fólk notar vanalega helmingi minna en það þarf og brennur.
Bera þarf á sig sólarvörn eftir sund eða ef þú hefur svitnað mikið. Ef þú ert að nota sólarvörn sem er vatnsheld þá skaltu lesa á sólarvörnina hvað hún dugar lengi.
Ekki gleyma vörunum. Þú þarft varasalva með sólarvörn í með amk 30 SPF.
Ef þú átt sólarvörn í skápnum og hún hefur verið þar í ár eða meira, þá skaltu kíkja á hvenær hún rennur út og kaupa þér nýja ef hún er útrunnin.
Ýmsar sólarvarnir eru fáanlegar hér á landi og mun sykur.is kynna sér eitthvað af þessum tegundum.
Fylgist með!