Súkkulaði er ekki einungis styrkjandi fyrir hjartað heldur mjög nærandi fyrir hörundið líka! Bláber eru stútfull af andoxunarefnum og því er frábært að bera eftirfarandi maska á andlitið vikulega, en hörundið verður silkimjúkt viðkomu. Að ekki sé minnst á hreinsandi áhrif súkkulaði- og bláberjamaskans. Þessi maski er góður fyrir feita húðgerð.
Í uppskriftina þarf:
1 dl bláber
1 ½ dl lífrænt kakóbaunaduft
2 matskeiðar af sýrðum rjóma
Byrjaðu á því að taka hárið aftur og setja í hnút eða tagl. Blandaðu því næst öllum innihaldsefnum saman í skál og hrærðu vel. Settu lok á blönduna, sem má geyma í kæli í allt að viku.
Þegar blandan er orðin mjúk og jöfn og þú hefur marið öll bláberin í mauk, skaltu bera vel á andlitið en varast að bera blönduna á augnsvæðið. Þú getur einnig borið blönduna á hálsinn og bringuna, ef þú óskar þess.
Láttu maskann liggja á andlitinu í ágætar 10 mínútur.
Hreinsaðu því næst blönduna af með volgum þvottapoka með hringlaga hreyfingum.
Þegar maskinn hefur verið skolaður af er gott að bera nærandi rakakrem á andlitið til að verja hörundið gegn ryki og óhreinindum.
Góða helgi!
Heimild: WikiHow