Viltu næra og mýkja andlitshörundið á heilnæman máta, án þess að nota rándýr (og jafnvel óheilnæm) rakakrem sem lofa öllu fögru í auglýsingunum en standa svo ekki undir nafni þegar á hólminn er komið? Hér fer einföld, heilnæm og sáraeinföld uppskrift að andlitshreinsun sem auðveld er í framkvæmd og inniheldur engin skaðleg aukaefni.
Allt sem til þarf er eftirfarandi:
Lífræn ólívuolía (Extra Virgin er afar góð í þessa uppskrift)
Lífrænn hrásykur (brúnn sykur hentar vel)
Volgt vatn (ekki notast við of heitt vatn, sem getur skaðað andlitshörundið)
Dúnmjúkur og tandurhreinn þvottapoki
#1 – skref:
Byrjið á því að strjúka vel yfir andlitshörundið með hreinum, rökum þvottapoka til að hreinsa hörundið. Varist að nota of heitt vatn, þar sem slíkt getur áreitt hörundið.
#2 – skref:
Dýfið því næst fingurgómunum ofan í ólívuolíuna og nuddið allt andlitið vel upp úr olíunni með fingrunum.
#3 – skref:
Hellið því næst lófafylli af sykri í annan lófann og dýfið því næst fingurgómunum, sem enn eru rakir af ólívuolíunni, ofan í sykurinn.
#4 – skref:
Nuddið því næst sykrinum vel yfir báðar kinnar og dreifið vel yfir andlitið. Haldið áfram að nudda sykrinum yfir andlitið – en varist augnsvæðið um leið – í 20 til 30 sekúndur.
#5 – skref:
Hallið andlitinu yfir vaskinn og hreinsið sykurinn af með volgu vatni með báðum lófum. Andlitshörundið er enn rakt af olíunni, strjúkið því varlega yfir andlitið með rökum, volgum þvottapoka þar til öll olían hefur verið fjarlægð af hörundinu.
#6 – skref:
Endurtakið vikulega til að fjarlægja dauðar húðfrumur og örva blóðstreymi til andlitsins.
Heimild: WikiHow