KVENNABLAÐIÐ

Stílisti fræga fólksins ráðleggur þér hvort þú eigir að klippa þig eða ekki

Að ákveða hvort þú eigir að fá þér „Bob“ tískuklippingu sumarsins getur verið stór ákvörðun. Það tekur suma mörg ár að safna virkilega síðu hári. En „Bob“ klipping er svo smart og allt fallega fólkið virðist skarta þessu núna.

En svo virðist vera að það sé einföld ráð þegar kemur að ákvörðuninni. Giles Robinson stílísti hjá John Frieda stofunum í Bretlandi mælir með einfaldri mælingu þegar kemur að því að ákveða hvort þú eigir að klippa þig eða ekki.

Daily Mail sýndi mynd sem er hönnuð af John Frieda sem segir konum að halda á blýanti beint lárrétt undir hökunni og síðan er reglustika sett undir eyrnasnepilinn og að blýantinum. Ef fjarlægð frá eyrnasnepli og að blýtantinum er 5.7 cm eða styttri þá telur Robinson þig bera stutt hár.

Fyrir konur sem mælast lengri en 5.7 cm þá hentar sítt hár betur:

289F087A00000578-3079436-image-a-33_14315319115391

Eða þú getur gert hvað sem þig langar. Hárið vex á ný!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!