Þessar munu vekja athygli enda eru þær unaðslega fallegar og góðar! Þessar eru tilvaldar með gúrku og engifer kokkteilnum sem má finna hér.
Skerðu heila vatnsmelónu í 3 cm þykkar sneiðar og notið hringlaga smákökuform eða lítið snapsaglas til skera út snitturnar.
Takið innan úr bitunum til hálfs með lítilli mæliskeið eða teskeið. Setjið á bakka og plastfimu yfir og inn í kæli.
Takið góðan geitaost og hrærið hann saman með ofurlitlu af þeyttum rjóma, sjávarsalti og nýmuldum svörtum pipar. Setjið í rjómasprautu. Sprautið geitaostinum ofan í holurnar.
Skreytið með 1/4 úr gúrkusneið.