KVENNABLAÐIÐ

Klesst maskaralúkk er SJÚKLEGA HEITT í sumar

Klesstur maskari er kúl. Svo segir á vef Cosmopolitan og leggur blaðamaður Cosmo fram, máli sínu til stuðnings, auglýsingu frá Maybelline þar sem sjá má fyrirsætu með hrikalega K L E S S T augnhár, útklínd í kolsvörtum maskara.

gallery-1431551541-lashes-split

Trendið nær allt aftur til sjötta áratugarins, blakandi augnhára Twiggy og Diönu Ross, sem sigruðu heiminn með klesst augnhár, útsmurðar í maskara. Reyndar hefur áhrifa frá sjötta áratugnum gætt um nokkurt skeið eins og sjá mátti á sækadelískri línu GUCCI og Versace og fleiri hátískumerkja á tískuvikunni í febrúar á þessu ári. Nú hefur förðunarheimurinn tekið trendið skrefi lengra með kolsvartan maskarann á lofti og gerviaugnhárin innan seilingar.

gallery-1431548610-colossal-chaotic-121714-us2

Förðunarmeistarinn Yadim Carranza svarar þannig blaðamanni Cosmo að nú sé klesstur maskari algerlega málið og að trendið verði mjög áberandi í sumar:

Því meira, því betra. Fegurðin er fólgin í tælandi uppreisnarlúkkinu og glæsileikanum sem gefur til kynna að þú hafir verið úti á djamminu fram undir sólarupprás.

Hvernig er þá hægt að negla lúkkið án þess að vera subbuleg útlits? Með því að bera mörg lög af maskara á augnhárin; að nudda burstanum lárétt eftir efri augnhárunum frá rót og að enda augnháranna en að snúa burstanum lóðrétt þegar þú berð á neðri augnhárin. Það er allur galdurinn við lúkkið!

Hér má sjá örfá tilbrigði af klessta lúkkinu sem tröllríður tískuheiminum en fleiri ljósmyndir má skoða á vef Cosmo:

1431544361-paul-e-joe-bks-z-rs15-0509

1431544260-lepore-bks-z-rf15-3652

gallery-1431546353-dsquared2-bks-m-rs15-4349

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!