Eftir giftusamlega björgun úr bakgarði óprúttins hundaræktanda sem hafði sett upp útungunarstöð í þeirri von að hinn sami gæti hagnast á hvolparæktun hefur tíkin Pegasus, sem er Stóri Dan og vart var hugað líf við fæðingu, öðlast ævintýralegt líf og er orðin hálfgerð stjarna; allt fyrir tilstilli dýravinarins og kvikmyndagerðarmannsins David sem svipti hálfblindri og heyrnardaufri tíkinni úr greipum dauðans, þá nokkurra vikna gamalli og hjúkraði til heilsu.
Ekki fór sem skildi í umræddu goti þar sem ræktunarskilyrðin voru af bágum toga og þannig fæddust hvolparnir ýmist andvana eða illa vanskapaðir. Pegasus ein lifði gotið af og tórði fyrstu dagana en til allrar hamingju bar Dave Meinert að garði á ögurstundu. Ekki einungis tók hann máttlítinn hvolpinn í fangið og fór með Pegasus heim; hann hlúði að tíkinni af natni og nærgætni, kvikmyndaði í bak og fyrir og gæddi þannig líf beggja alúð og hlýju.
Pegasus er ekki albínói – heldur er það genagalli sem upp á ensku nefnist Double-Merle sem veldur því að feldinn skortir litarefni, en slíkt getur einnig valdið heyrnarleysi og sjóndepru. Þó tíkina Pegasus skorti litarefni er hún því ekki eiginlegur albínói heldur nefnist hún Lethal White á fagmáli ræktenda. Hún er strangt til tekið „gölluð“ og er hvorki söluvara né hæf til undaneldis.
Í umfjöllun sem David sjálfur setti inn á afþreyingarmiðilinn Bored Panda segir með hans eigin orðum:
Most double-merles are born blind and/or deaf and I was told that if she lived, this might happen to her, too.
Í stað þess að einblína á takmarkanir Pegasusar ákvað David að einblína á fegurðina sem litli hvolpurinn bjó yfir; hann tók að mynda hana á betri dögum og umfaðma hvert augnablik eins og það kom honum fyrir sjónir. Að sögn David glímir tíkin við sjóndepru og er veil til heilsunnar en geislar af hamingju, innri ró og ástríki og vega þeir eiginleikar mun þyngra en líkamlegar takmarkanir.
I set about taking a picture of her growing up every day not knowing how long it would last.
David tók til óspilltra málana og tók upp myndbrot af tíkinni Pegasus með reglulegu millibili og skeytti að lokum saman í heildræna umfjöllun sem spannar allt frá fjögurra vikna gömlum hvolpi sem bröltir um og hrasar á hlaupabrettinu og fram til sjö mánaða gamalllrar Pegasusar sem stælt og voldug trítlar tindilfætt áfram á sama brettinu og þvældist fyrir henni í frumbernsku.
Sjálfur er David kvikmyndagerðarmaður og er búsettur í Suður-Afríku en hann byggir stóran hluta verka sinna á samneyti við dýr og gerir úr tilfinningaþrungin og gullfalleg myndverk. Stuttmyndin sem segir sögu tíkarinnar Pegasus er eitt af persónulegri verkum David, sem sjálfur fer með annað tveggja aðalhlutverka í gullfallegri frásögninni.
Eins og segir með orðum David í kynningunni er það líðandi stund sem mestu skiptir í lífinu; þó engin viti sína ævina fyrr en öll er skiptir nánd ástvina mestu. Sú hugsun varð David innblástur að stuttmyndinni sem sjá má hér að neðan en hann segir-
I was told that if she lived, she’d go deaf and blind, so I decided to record every day we had left:
Þýtt og endursagt // Allur réttur áskilinn: