KVENNABLAÐIÐ

Sarah Jessica Parker gerir allt vitlaust í New York: Klifraði upp á þak Bloomingdales

Sarah Jessica Parker setti netið á annan endann í vikunni sem leið með óræðum deilingum á Instagram. Héldu aðdáendur (og heimsmiðlar) að leikkonan væri að ýja að endurkomu Carrie Bradshaw og vinkvenna í því sem orðið hefði þriðja kvikmyndin í röð áður útgefinna Sex And The City stórmynda, en hér var Sarah einfaldlega að auglýsa skólínu sína. Uppi á þaki Bloomingdales í New York; eins og ekkert væri sjálfsagðara.

Sarah Jessica Parker spotted sitting on top of the Bloomingdale's sign while doing a photo shoot in New York City

Sarah Jessica Parker spotted on top of the Bloomingdale's sign while doing a photo shoot in New York City

Sarah fór í bókstaflegri merkingu þeirra orða upp á þak Bloomingdales í New York við kynningu skólínunnar sem hefur formlega verið tekin til sölu í flaggskipi verslunarkeðjunnar eins og sjá má á meðfylgjandi ljósmynd. En allt í góðu! Þriðja Sex and The City myndin er ekki á leiðinni en skvísuskór frú Parker verða hins vegar fáanlegir í New York frá og með þessari viku. Og þeir kosta örugglega nokkrar krónur.

Sarah Jessica Parker spotted on top of the Bloomingdale's sign while doing a photo shoot in New York City

Aðdáendur geta því hjúfrað sig upp að pinnahælum frú Parker, þó Carrie sé hvergi sjáanleg á hvíta tjaldinu í dag, en hér að neðan má sjá úrval úr línunni sem Sarah hannar og selur í Bloomingdales undir merkinu SJP og spurningin er:

Hefði Carrie klæðst pinnahælum frá SJP Collection?  

@sjpcollection

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!