KVENNABLAÐIÐ

TEDxReykjavík haldinn í fimmta sinn 16. maí: 10 beitt erindi lýsa upp skugga samfélagsins

tedxrvik-midi-1200x800.m

 

Viðburðurinn TEDxReykjavík verður haldinn í fimmta skipti 16. maí 2015 í Tjarnarbíó.

Viðburðurinn færir áhorfendum nokkra áhugaverðustu hugsuði, listamenn og frumkvöðla sem Ísland hefur upp á að bjóða. Þá munu tveir erlendir mælendur flytja erindi.

Hver þeirra mun flytja stutt en innihaldsríkt erindi um málefni sem hann eða hún brenna fyrir.

Þema viðburðarins í ár er “Ljós og skuggar”. Markmiðið er að einblína á atriði sem við sem samfélag kjósum oft að horfa ekki á. Við munum skoða ólíkar hugmyndir og spyrja sjálf okkur: Hvernig getur eitthvað sem flestum þykir ógeðfellt mögulega verið okkar bjartasta von um næringu í framtíðinni? Hvað getum við lært af utangarðsmönnum samfélagsins? Hvernig eigum við að tala saman um erfið málefni?

Með því að færa tabú fram í dagsljósið getum við lært mikið. Með því að taka erfiðum málum með opnum örmum verðum við sterkari.

Búi Aðalsteinsson og Stefán Thoroddsen, frumkvöðlar, munu færa gesti í allan fróðleik um hvers vegna við ættum öll að neyta skordýra í meira mæli. Þeir standa um þessar mundir fyrir framleiðslu orkustykkis úr skordýraprótíni.

Kyra Maya Philips, frumkvöðull og rithöfundur, mun fjalla um leynd hagkerfi og menningu í jaðarhópum samfélagsins, en bók hennar og Alexu Clay, The Misfit Economy, kemur út í júní.

Birgitta Jónsdóttir, þingskáld og pírati, mun deila með gestum sýn sinni á framtíð lýðræðisins.

Arnoddur Magnús Danks, leikari, kennari og sviðsbardagamaður, flytur erindi um mikilvægi þess að gefast ekki upp og hvernig hann beitir þeim lærdómi í starfi sínu með börnum.

Gísli Ólafsson, hjálparstarfsmaður, veitir fólki innsýn í veruleika hjálparstarfsmannsins, sem oft er hjúpaður dýrðarljóma í hugum fólks.

Selma Hermannsdóttir mun deila reynslu sinni af því að vera ítrekað lögð í einelti og hugarfarinu sem gerir henni kleift að höndla það. Og verða sterkari fyrir vikið.

Hermann Jónsson, faðir Selmu, segir frá sýn sinni á foreldrahlutverkið og hvernig hann einsetti sér að vera besti pabbi í heimi.

Páll Ólafsson, félagsráðgjafi, hefur sterk skilaboð að færa foreldrum: hættum að æpa á börnin okkar. Við þurfum að sjá þau og hlusta á þau.

Steve Fuller, prófessor við Warwick-háskóla í Englandi, viðrar nýjar kenningar sínar um hvernig hugmyndafræði og stjórnmál geta gjörbreyst í nálægri framtíð í erindi sem kallast “Up vs Down: The Terms of Engagement of Tomorrow’s Politics”.

Kári Halldór Þórsson, leiklistarkennari, fer með gesti í ferðalag um heim ímyndunarafls, tjáningar, samskipta og orku.

Ætlunin er að þátttaka í TEDx-viðburði sé upplifun sem felst í nálægð við hrífandi fyrirlesara og aðra fróðleiksfúsa gesti. Hlýlegur salur Tjarnarbíós verður innréttur sérstaklega til að auðvelda fólki þessa tengingu, en einnig verða umræður og leikir í hléum til að þátttakendur geti kafað dýpra í efni erindanna.

Að viðburði loknum verða erindin gerð öllum aðgengileg í formi myndbanda á netinu.

Miðasala er hafin á miði.is, en takmarkaður fjöldi kemst að – aðeins 100 manns. Aðgangseyrir er 6000 kr.

 

Heimasíða: tedxreykjavik.is
Facebook: facebook.com/tedxreykjavik
Twitter: twitter.com/tedxreykjavik
Instagram: instagram.com/tedxreykjavik

 

Frekari upplýsingar:
Martin L. Sörensen, viðburðarstjóri
tedxreykjavik@gmail.com
s. 824-4699

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!