Fyrir börn getur streita gert uppbyggjandi hluti. Smávegis streita skapar vettvang fyrir lærdóm, aðlögun og færni, en mikil og langvarandi streita eins og fátækt, vanræksla og líkamlegt ofbeldi getur haft langvarandi og neikvæðar afleiðingar.
Teymi rannsóknaraðila í Háskólanum í Wisconsin-Madison sýndu nýlega fram á að þessir streituvaldar sem koma upp í æsku gætu verið að hafa áhrif á hluta í vaxandi heilum barna þar sem lærdómshæfni, þroski og vinnsla streitu og tilfinninga eiga sér stað. Þessar breytingar gætu tengst neikvæðum áhrifum á hegðun, heilsu, atvinnu og jafnvel val á elskhugum seinna á lífsleiðinni.
Þessi rannsókn sem var birt í riti Biological Psychiatry gæti verið mikilvæg fyrir opinbera stefnumótun pólitískra leiðtoga, hagfræðinga og faraldsfræðinga, segir aðalhöfundur og nýlega útskrifaður UW Ph.D. doktor Jamie Hanson.
„Við höfum ekki alveg náð að skilja hversvegna hlutir sem koma fyrir þegar þú ert 2, 3, 4 ára gamall lifa með þér og hafa langvarandi áhrif“, segir Seth Pollak, meðhöfundur rannsóknarinnar og prófessor í sálfræði hjá UW-Madison.
Þó hefur streita úr æsku áður verið tengd við þunglyndi, kvíða, hjartasjúkdóma, krabbamein og náms og starfserfiðleika, segir Pollak, sem stjórnar einnig UW Waisman miðstöð og rannsóknarstofu fyrir tilfinngar barna.
„Við vitum nú hversu neikvæð áhrif þessi streituvaldandi lífsreynsla fólks hefur á samfélagið. Ef við komumst ekki að því hvaða hlutar heilans verða fyrir áhrifum, höfum við ekkert í höndunum til að gera eitthvað í því“.
Fyrir rannsóknina safnaði teymið saman 128 börnum í kringum 12 ára aldurinn, sem höfðu upplifað líkamlegt ofbeldi, verið vanrækt í æsku eða komið frá heimilum þar sem félagsleg og veraldleg fátækt ríkti.
Rannsakendur tóku tæmandi viðtöl við börnin og uppeldisaðila þeirra, skrásettu hegðunarvandamál og streituvalda sem leiddu til þeirra. Þeir tóku einnig heilasneiðmyndir þar sem einblínt var á drekasvæðið (hippocampus) og möndlu (amygdala), hluta heilans sem sem tengjast tilfinningum og streitumyndun. Samanburður var svo gerður við svipuð börn frá betur settum heimilum þar sem vanræksla var ekki fyrir hendi.
Hanson og teymi hans merktu dreka og möndlusvæði hvers barns handvirkt og mældu rúmmál svæðanna. Báðir hlutar heilans eru afar litlir, sér í lagi í börnum (amygdala er grískt orð fyrir möndlu) og Hanson og Pollak höfðu litla trú á mælingum sjálfvirkra forrita sem aðrar rannsóknir höfðu notað og sögðu aukar líkur á villum.
Enda leiddu handvirkar mælingar þeirra það í ljós að börn sem höfðu upplifað einhvern af ofannefndum streituvöldum höfðu smærri möndlu en börn sem ekki höfðu lent í streituvöldum. Börn frá heimilum sem voru undir fátæktarmörkum og þau sem höfðu lent í líkamslegu ofbeldi höfðu einnig smærri dreka (hippocampus).
Sjálfvirk tölvuvinnsla á sömu myndum gaf engar niðurstöður.
Hegðunarvandamál og uppsöfnuð streita í gegnum lífið höfðu einnig tengingu við smærra rúmmál dreka og möndlu.
Ekki er vitað hversvegna streita í æsku gæti haft smækkandi áhrif á hluta heilans, segir Hanson sem er núna rannsóknardoktor hjá rannsóknarstofu NeuroGenetics í Duke háskóla. En sýnt hefur verið fram á smærra drekasvæði sem áhrifavald í neikvæðum niðurstöðum. Virkni möndlunnar er minna þekkt og verður það framtíðarverkefni að einblína á áhrif þessara rúmmálsbreytinga.
„Fyrir mig er þetta mikilvæg ábending um að sem samfélag þurfum við að hugsa betur um þá reynslu sem börn upplifa“, segir Pollak. „Við erum að móta þær manneskjur sem þessi einstaklingar verða seinna meir“.
En Hanson og Pollak segja að þessar niðurstöður séu einungist til að kanna lífræðilegar taugabreytingar og séu til vitnis um styrk heilans og aðlögunarhæfni mannslíkamans. Þær eru ekki einhver kristalskúla til að skoða framtíðina með.
„Þó þetta sé í heilanum eru þetta ekki einhver forlög“, segir Hanson
Upphaflega greinin er hér.