Allir eru sérstakir og hafa sín persónueinkenni en það eru nokkrir þættir sem fólk fætt í apríl á sameiginlegt. Fólk fætt í apríl er yfirleitt klárt, hugrakt, skapandi og gefandi. Rannsóknir sýna að þetta fólk er örlítið meira innávið heldur en útavið. Það er sjálfsgagnrýnið og með fullkomnunaráráttu. Það elskar að ferðast og þolir ekki falskt fólk.
Fólk fætt í apríl getur náð öllum sínum markmiðum og ráðið við erfið verkefni ef það veit að það er einhver sem kann að meta það. Fólk fætt í apríl er mjög þrjóskt og það kemur stundum í veg fyrir hamingju þess. Það getur verið erfitt að eiga við það og sérstaklega ef því líkar ekki við þig. Ef það treystir þér þá verðið þið vinir að eilífu.
Hér eru helstu einkenni fólks fætt í apríl:
1. Forvitni
Flestir eru forvitnir en fólk fætt í apríl er rosalega forvitið. Það vill vita allt og skiptir sér af öllu og gefst ekki upp fyrr en það er með allt á hreinu. Þetta fólk er ekki hrætt við að sýna forvitni sína og þessi forvitni hjálpar þeim að komast áfram í lífinu.
2. Ævintýragjörn
Sumir sem fæddir eru í apríl fela hversu ævintýragjarnir þeir eru. Þó þeir virki hljóðlátir og það fari lítið fyrir þeim þá forðast þeir einhæft líf og ekki hræðir það meira. Fólk fætt í apríl myndi aldrei sætta sig við að vinna leiðinlega vinnu og á erfitt með að halda út megrunarkúra og líkamsræktarnámskeið. Það byrjar af kappi en gefst upp.
3. Sjálfsöryggi
Fólk fætt í apríl er mjög sjálfsöruggt. Sumum finnst það dónalegt og frekt en það er viðkvæmt og gott en á stundum erfitt með að sýna þær hliðar. Apríl fólkið eru góðir leiðtogar og stjórnast af markmiðum.
4. Ástríðufullt
Fólk fætt í apríl hefur ástríðu fyrir góðum mat, bókum, vísindum og í raun allt sem það tekur sér fyrir hendur. Þegar það fylgir ástríðum sínum þá leiðir það til þess að það fær draumastarfið og það uppsker árangur.
5. Hugrekki
Þetta fólk er ekki hrætt við að glíma við vandamál og hindranir. Það hræðist ekki að láta skoðanir sínar í ljós og það segir óhrætt skoðanir sínar á málunu,. Það kemur þeim þó stundum í vandræði.
6. Virkni
Að sofa allan daginn eða liggja í sófanum að horfa á sjónvarpið er ekki fyrir fólk fætt í apríl Það er mjög „aktivt“ og það eyðir ekki tíma í vitleysu og hangs. Það elskar að hafa margt í gangi í einu og er með langan aðgerðarlista á hverjum degi. Það versta er að þegar það er í vondu skapi þá framkvæmir það ekki eins mikið og það vill.
7. Skapandi
Flest frægt fólk sem fætt er í apríl er mjög stolt af hæfileikum sínum. Það byrjar yfirleitt snemma ævinnar að sýna hæfileika sína. Þeim leiðist aldrei og er alltaf með nóg í gangi.
Frægt fólk fætt í apríl eru meðal annars; Marvin Gaye, Eddie Murphy, Paris Jackson, Robert Downey Jr, Pharrell Williams, Russell Crowe, Kristen Stewart, Sarah Michelle Gellar, Emma Watson, Ian Eastwood, Victoria Beckham, Sophia Grace Brownlee, Kate Hudson, James Franco, Jessica Alba og Kirsten Dunst.
8. Sjálfstæði
Flest fólk sem á afmæli í apríl er mjög sjálfstætt. Það vill ekki vera háð foreldurum sínum, maka né neinum. Það vill eignast eigin peninga og leggur hart að sér fyrir öllu í lífinu.
Ef þú ert fædd(ur) í apríl þá ertu heppin(n) því þú hefur einstaka eiginleika sem marga dreymir um. Deildu þessu með þeim sem þú þekkir sem fæddir eru í apríl.