KVENNABLAÐIÐ

Svona lítur það út þegar venjuleg kona gerir grín að hátísku auglýsingum á faglegan hátt

Fyrrverandi tískublaðsritstjórinn Nathalie Croquet langaði að reyna við nýtt hlutverk í iðnaðinum, þannig að hún steig fyrir framan myndavélina til að gera létt grín að hátískuauglýsingum.

Daniel Schweizer / Via nathaliecroquet.book.free.fr

Ásamt ljósmyndaranum Daniel Schweizer, förðunarmeistara og hárgreiðslumanneskju byrjaði Croquet á verkefninu sínu, sem kallast SPOOF seinasta sumar í Frakklandi.

Daniel Schweizer / Via nathaliecroquet.book.free.fr

Hún nýtti sér 30 ára reynslu úr tískubransanum, hafandi unnið með rúmlega 200 ljósmyndurum.

Daniel Schweizer / Via nathaliecroquet.book.free.fr

„Í rauninni sé ég ekki sjálfa mig“ sagði Croquet í viðtali við Buzzfeed New. „Svona svipað og maður þekkir varla eigin rödd úr hljóðskilaboðum“.

Daniel Schweizer / Via nathaliecroquet.book.free.fr

Hún tók fyrir franska hönnuði eins og Sonia Rykiel, Givenchy, og Paule Ka.

She targeted French designers like Sonia Rykiel, Givenchy, and Paule Ka.
Daniel Schweizer / Frá nathaliecroquet.book.free.fr

Myndirnar hitta merkilega beint í mark.

Daniel Schweizer / Via nathaliecroquet.book.free.fr

Croquet reynir ekki að koma fram neinum heildarskilaboðum með þessu verki. Í stað þess vill hún að hver áhorfandi komist að eigin niðurstöðu.

Daniel Schweizer / Via nathaliecroquet.book.free.fr

“Konur, neysla, förðun, förðunarvörur, öldrun, fegurð, allt þetta kemur upp í hugann, en það má alveg ræða frekar”, segir Croquet.

Daniel Schweizer / Via nathaliecroquet.book.free.fr

Croquet er í tökum fyrir aðra eftirhermuseríu.

Daniel Schweizer / Via nathaliecroquet.book.free.fr

“Mér finnst að fólk þurfi meiri andlega nálgun á lífið og að skemmta sér”, segir hún. “Það gleður mig að færa fólki einmitt það, jafnvel þó ég sé bara að gera gys að sjálfri mér”.

Daniel Schweizer / Via nathaliecroquet.book.free.fr
Þýtt héðan.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!