KVENNABLAÐIÐ

9 epískt verstu húðflúr allra tíma

Einu sinni var það svona að þeir einu sem fengu sér húðflúr voru sjómenn, mótorhjólagaurar, hljómsveitameðlimir og fangar. Í dag geturðu búist við því að næsta dama með snyrtivörukynningu hafi smá blek á hörundinu. Með síauknum vinsældum húðflúra koma líka stundum misjafnar heima „húðflúrstofur“. Að kunna að teikna er mjög mikilvægur hæfileiki fyrir þann sem ætlar að skella nálinni á húðina á þér. En burtséð frá tattohæfileikum þá er mikilvægt að hugsa vel um það hvernig flúrið á að vera. Mundu, flúrið verður þarna ævilangt, og þú vilt ekki að það endi á lista eins og þessum. Hérna eru nokkur af þeim epískt verstu húðflúrum sem þú munt nokkurn tíman sjá:

 

Ertu viss um að þetta sé barnið mitt?

Það elska allir börnin sín, þannig að húðflúr af þeim eru ekkert óvenjuleg. Þú myndir hinsvegar búast við því að útkoman líti út eins og barnið þitt en ekki Baby Sinclair úr The Dinosaurs. Við gætum trúað að barnið myndi enda með komplexa þegar það vex úr grasi og heldur að það hafi litið svona út sem krakki.

Svona ef þú þyrftir að búa til þína eigin mennsku þúsundfætlu

Þegar þú horfið á The Human Centipede þá eru leiðbeiningar á bakið um hvernig á að búa til eigin þúsundfætlu ekki beint það sem kemur fyrst upp í hugann. Þessari manneskju datt það hinsvegar í hug. Ímyndaðu þér þegar hún reynir að útskýra rassinn á sér fyrir einhverjum „Ég er bara svo mikil aðdáandi kvalakláms, og bara varð að fá mér svona tattoo“.

Lítillát könguló

Sumt fólk fær sér flúr á földum stöðum, annað aðeins meira áberandi, og sumir fá sér köngulær á allt andlitið. Augljóslega þá vildi þessi gaur gera eitthvað svo fólk myndi vel eftir honum, að vera með góðan persónuleika er kannski meira málið. Fer ekki vel í fólk með köngulóafóbíu.

Hringið í stafsetningarlögguna

Það er stórmerkilegt að flúrarinn hafi verið nógu vel að sér í stafsetningu til að muna að setja úrfellingarmerki (apostrophe) á réttan stað. Hinsvegar gáði hann ekkert að bullinu í öllu flúrinu. Ef setningin á við líf þess sem fékk flúrið, þá gætum við ímyndað okkur að það myndi bara vera verra(ra).

Veistu hvernig flúr væri töff? Mynd af sakfelldum barnaníðingi.

Flúr af frægum tónlistarmönnum hafa verið til í áraraðir. Það sem passar hinsvegar ekki er mynd af tónlistarmanni sem framdi glæp. Glæpurinn hans, barnaníð. Fyrrverandi aðalmaður Lost Prophets, Ian Watkins situr núna inni næstu 29 árin fyrir sína viðbjóðslegu glæpi, sem gerir þetta af einni verstu tattohugmynd í heimi. Afhverju einhverjum datt það hug að fá sér þetta flúr er erfitt að segja, kannski „ég er athyglissjúkt fífl“.

Hvað í fj…?

Ef sumt fólk fær sér flúr bara til að gera fólk virkilega forvitið, þá virkar þessi hryllingur vel í slíkt. Aðal spurningin er  “Hvað í fjandanum er þetta!?” Er þetta Roger úr American Dad skorinn í tvennt? Virkilega lélegur E.T.? Þetta nær því að vera virkilega slæm hugmynd að flúri og ömurlega illa teiknað; vel gert.

AUGUN Á MÉR, ÞAU BRENNA!

Þetta flúr átti örugglega að vera til að minnast fallegs hjónabands tveggja turtildúfna, en í staðinn líta þau út eins og persónur í Rob Zombie hryllingsmynd. Parið lítur út eins og afturgöngur nýstignar úr gröfum sínum. Þessi húðflúrari þarf virkilega að vinna betur í andlitsmyndum, sérstaklega munnsvipnum.

Ástin er blind

Annað algengt flúr er nafn ástvinarins á húðina. Það sem er ekki eins algengt er að láta flúra nafnið með RISASTÓRUM STÖFUM á báðar hliðar andlitsins. Vonandi skilja þau aldrei, því annars er framundan verulega dýr og mjög sársaukafull laseraðgerð til að fjarlægja flúrið. Verst að gaurinn hét ekki Jón eða eitthvað, til að gera hlutina einfaldari.

Bikini kroppur

Með því að vera ferlega illa teiknað og óaðlaðandi þá nær þetta flúr að vera eitt af þeim verstu. Það minnir á eitthvað sem krakki myndi teikna, næstum hver einasti hluti af því er agalegur. Vonandi var þetta ekki óður til kærustu einhvers, því hún myndi bara fara frá honum, og skilja eftir áminningu um að fara aldrei aftur til ódýrs húðflúrara..

 

 

 

Þýtt héðan.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!