KVENNABLAÐIÐ

16 hlutir sem fólk sem þjáist af langvarandi verkjum vill að þú vitir

 

 1.  Við leggjum okkur mikið fram við að líta vel út

 

Við heyrum oft „þú lítur ekki út fyrir að vera veik“ en sannleikurinn er að flest okkar leggja mikið á okkur til að við lítum eðlilega út. Við leggjum okkur áður en við förum út og tökum verkjalyf á réttum tíma. Stundum eru verkirnir svo miklir og við svo þreytt eftir að reyna að virðast heilbrigð að okkur langar til að leggjast í gólfið þar sem við stöndum en gerum það (venjulega) ekki fyrr en við komumst heim í rúmin okkar.

 


2.  Þetta er ekki allt ímyndun hjá okkur

 

Þótt að þú getir ekki séð það, þýðir ekki að það sé ekki til staðar. Tíminn sem við verjum í heilbrigðisleit er ekki vegna ímyndunarveiki eða athyglissýki heldur útaf líkamlegum óþægindum. Það sem við erum að leita að er eitthvað til að bæta lífsgæði okkar, og stundum að orsök verkjanna ef hún er ekki þekkt.

 


 3.  Við erum ekki að gera úlfalda úr mýflugu.

 

Við erum í raun og veru með meiri verki en þú heldur. Rannsóknir hafa sýnt að almennt vanmetur fólk sársauka annarra. Mögulega er orsökin sú að það er erfitt að ímynda sér langvarandi verki, sérstaklega ef þú hefur aldrei upplifað þá sjálf/ur. Jafnvel þeir sem hafa upplifað svipaða tegund verkja eiga erfitt með að muna eftir þeim þar til þeir upplifa þá aftur.

 


 4.  Sama hve lengi við höfum þjáðst, þá meiðum við okkur ennþá

 

Að finna fyrir verkjum í langann tíma veitir okkur ekki ofurkrafta eða ónæmi fyrir þeim. Aftur á móti er algengt að fólk sem þjáist af langvarandi verkjum hætti að sýna merki um þá. Þannig að þú getur í raun og veru aldrei vitað hve mikinn sársauka viðkomandi er að upplifa út frá hegðun eða útliti.


 5.  Stundum eigum við bara ekki nægar skeiðar

 

Kenningin um skeiðarnar (Spoon Theory) er myndlíking ætluð til að útskýra hvernig lífið er ef maður þjáist af langvarandi veikindum eins og langvarandi verkjum. Christine Miserandino, kona sem þjáist af Rauðum Úlfum (Lupus), bjó til hugtakið í pistli á vefsíðunni sinni  ButYouDontLookSick.com

Grunnhugmyndin er að þegar þú lifir með langvarandi ástandi vaknir þú á hverjum degi með ákveðið margar skeiðar til afnota. Í hvert skipti sem þú framkvæmir eitthvað – ferð frammúr, þrífur, klæðir þig – þá glatarðu einni skeið. Þegar þú hefur klárað skeiðarnar, er ekki hægt að gera meira þann daginn.

Langvarandi verkir geta gert mann örþreyttan og uppgefinn og samlíkingin við skeiðarnar sýnir hvernig við þurfum að takmarka okkur og hve stjórnlaust það getur verið. Þannig að ef við afturköllum það sem ætluðum að gera með þér, getur vel verið að það sé af því að við kláruðum skeiðarnar okkar.


 6.  Við erum ekki löt

 

Raunin er þvert á móti að við þurfum oft að leggja tvöfalt meira á okkur til að framkvæma hluti sem flestir eiga auðvelt með.

 


 7.  Ef við vinnum ekki þá er ástæða fyrir því

 

Sum okkar hafa bara ekki nægar skeiðar til að vinna auk þess að lifa daglegu lífi. Það getur aukið verkina okkar úr umberanlegum í óbærilegar kvalir. Flestir atvinnurekendur eru heldur ekki beint að leita að starfsmanni sem getur bara unnið nokkra klukkutíma í viku, er algerlega óáreiðanlegur, gæti mætt eða ekki og gæti þurft að hætta á miðri vakt vegna verkjakasts sem gerir þeim ómögulegt að vinna.


 8.  Það er virkilega erfitt að fara framúr á morgnanna… og alltaf!

 

En það þýðir ekki að við getum ekki skemmt okkur í rúminu…

 

Þannig að ef við komumst ekki út úr húsi er velkomið að koma með partíið til okkar!


 9.  Hver mínúta af bið er eins og eilífð

Hvort sem það er klukkutími á biðstofu eða 5 mínútur í biðröð, hver mínúta er óralöng þegar þú þarft að halda erfiðri stöðu. Þetta er ekki óþolinmæði, við myndum bara vilja nota skeiðarnar okkar í mikilvægari hluti.


 10.  Við erum ekki að hunsa þig

 

Verkir geta tekið mikla athygli og andlega orku. Við reynum okkar besta til að vera skörp og með athyglina á hreinu en ef það tekst ekki, ekki taka því persónulega.

 


 11.  Við verðum VIRKILEGA spennt þegar við eigum góðan dag

 

Að vera andlega í góðu formi er besta tilfinning í heimi vegna þess að þá getum við loksins gert allt sem við getum ekki venjulega! Verkjalaus dagur eða klukkutímar eru eins og míní helgarfrí (nema að í staðin fyrir að gera ekkert þá reynum við að gera allt!)


 12.  Og við verðum virkilega niðurdregin þegar við eigum vonda daga og getum ekki gert neitt af því sem við elskum

 


 13.  Það getur verið erfitt að finna góðan lækni

 

Því miður vita flestir heilbrigðisstarfsmenn lítið um verkjastjórnun vegna þess að það er sjaldan hluti af þjálfun þeirra. Við þurfum oft að fara til margra lækna áður en við fáum greiningu og bíðum mánuði eða ár eftir að fá meðferð hjá verkjasérfræðingi. Þannig að ef við finnum lækni sem er til í að hlusta á okkur og sinna okkur, líður okkur eins og við höfum dáið og farið til himna!


 14.  Við erum ekki að leita að dópi

 

Við erum að leita að verkjastillingu. Stundum þurfum við að nota ávanabindandi lyf til að halda verkjunum í skefjum og hjálpa okkur að lifa eðlilegu lífi. Við tökum þau á sama máta og önnur lyf. Okkur líkar alveg eins illa við aukaverkanirnar og af öðrum lyfjum. Og ef verkirnir minnka við aðrar aðstæður eða með öðrum ráðum, hættum við að taka þau þrátt fyrir langtímanotkun.

Eins og Cleveland Clinic útskýrir. Ávanabinding er óalgeng hjá sjúklingum sem hafa ekki sögu af fíkn. Flestir taka lyfin eftir fyrirmælunum frá læknum og verða ekki háðir jafnvel þótt að þeir taki lyfin í langan tíma. Ólíkt götunotendum er sjúklingurinn undir eftirliti læknis og fer heim til fjölskyldu og vina.


 15.  Þú þarft ekki að gefa okkur læknisráð eða tillögur

 

Við kunnum að meta umhyggjuna, en það er hryllilega þreytandi að heyra endalaust ný og ný ráð og mjög pirrandi þegar þau virka ekki. Nema þú sért sjálf/ur að kljást við langvarandi verki eða við höfum spurt þig, láttu sérfræðingana um ráðgjöf.


 16.  Það eina sem við virkilega þurfum er ást og stuðningur frá þér

 

Stundum er það eina sem þú getur gert að vera til staðar, og það getur verið lífsbjörg fyrir viðkomandi!

 

Þýtt héðan.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!