KVENNABLAÐIÐ

Sæmundur Fróði – Heillandi leikópera fyrir alla í samvinnu Hugleiks og Tónlistarskólans í Reykjavík.

20150314_120038Hugleikur áhugaleikhús og Tónlistarskólinn í Reykjavík hafa undanfarna mánuði æft saman leikóperu byggða á sögunum um Sæmund Fróða. Við hjá Sykri kíktum á lokarennslið núna í dag og verður að segjast að sýningin kom skemmtilega á óvart. Samansafn af hæfileikafólki flytur þarna aðgengilega og heillandi leikóperu sem Þórunn Guðmundsdóttir hefur samið af augljósri snilligáfu.

Verkið er samstarfsverkefni og færir óperuformið í annan blæ, mun aðgengilegri fyrir stærri hóp sem nafnið ópera myndi alla jafna fæla frá sér. Tónlistin er fögur og listavel flutt og auðvelt að fylgja bæði texta og sögu. Sagan dansar milli gleði og harms, fyndni og alvöru og grípur áheyrandan sterkum tökum. Búningar og sviðsmynd eru vel unnin, á köflum ægifögur og falla áreynslulaust að söguþræðinum.

Tónlistarstjórnandi verksins er Hrafnkell Orri Egilsson og leikstjórn er í höndum Þórunnar Guðmundsdóttur höfundar verksins.

Óhætt er að mæla með því að kíkja á sýningu, en Sæmundur Fróði verður eingöngu sýndur fjórum sinnum í Iðnó. Sýningar eru 15 -18 mars klukkan 20:00 hvert kveld og miða má nálgast hér.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!