Muaharrem er ungur heyrnarlaus maður frá Istanbul, og systir hans Ozlem vann með kvikmyndagerðarmönnum til að búa til stórkostlegan dag fyrir bróður hennar.
Auglýsingafyrirtæki Leo Burnett og Samsung undirbjuggu þennan ristastóra gjörning fyrir auglýsingaherferð. Þau eyddu heilum mánuði í að setja upp myndavélar hér og þar í hverfinu…
…og kenna nágrönnunum táknmál.
Í auglýsingunni fer Ozlem með bróður sínum út að labba á það sem virðist vera venjulegum degi. Eða þangað til afgreiðslumaðurinn í hverfinu heilsar Muaharren á táknmáli.
Svo fer hann út á götu og ANNAR maður heilsar honum á táknmáli!
Þarna er honum farið að finnast þetta furðulegt.
Hann rekst á konu sem biðst afsökunar á táknmáli.
Muaharrem og Ozlem setjast inn í leigubíl. Bílstjórinn segir „Halló“ með táknum.
Svona lítur ansi ráðvilltur maður út.
Leigubíllinn fer með þau að torgi þar sem nágrannar Muaharrem heilsa honum.
Og kvikmyndafólkið afhjúpar þetta allt sem hluta af auglýsingu fyrir Samsung í Tyrklandi og nýja video innhringistöð fyrir heyrnarskerta.
Og hann er augljóslega hrærður, auglýsing eða ekki, þá var þetta einstaklega innilegt og sætt.
:’)
Hér er svo myndband af því hvernig Samsung fór að því að láta þetta allt verða að veruleika.
Þýtt héðan