Það verður engin svikin af þessum oddaflaugspæjustígvélum með stálhælum sem eflaust eiga eftir að bora sig í gegnum parket og bundið slitlag. Þetta eru sannköluð gyðjustígvél. Vigdís leitar eftir kaupanda á Facebook. Þótt fáir fari í fötin hennar Vigdísar þá er hér komið tækifæri til að setja sig í hennar spor. Og ekki úr vegi að hlusta á Nancy Sinatra syngja lagið These boots are made for walkin’ og ímynda sér að maður hafi tærnar þar sem Vigdís hefur hælana.
