KVENNABLAÐIÐ

YouTube ‘Kids’ smáforrit hjálpar þér að hafa ofanaf fyrir krílinu þínu.

youtubekidsappjtYouTube er að gefa út nýtt forrit (fyrst á Android símum og spjaldtölvum) sem spilar bara barnvænt efni. YouTube Kids mun spila efni miðað við aldurshópa, myndbönd af köttum, Minecraft, Thomas the Tank Engine og öðrum uppeldisvænum/fyndnum hlutum. Smáforritið kom út 23. febrúar. Byrjunnarskjárinn er átta stórir reitir og myndbönd eru flokkuð í fjóra meginflokka: þættir, tónlist, lærdómur og skoða. Ritstýrt efni er í boði frá samstarfsaðilum, meðal annars frá Jim Henson TV, DreamWorks TV og Mother Goose Club.

Það er eftirtektarvert að þetta smáforrit fjarlægir margt sem gerir Youtube að óæskilegum stað fyrir börn. Athugasemdakerfið er farið og notendaviðmótið er hannað fyrir litla fingur. „Myndirnar eru stórar og líka valmöguleikarnir fyrir litlu fingurnar, og þar sem flest ung börn geta ekki vélritað er hægt að leita með hljóði.“ segir Shimrit Ben-Yair, vörustjóri verkefnisins. Foreldrar geta líka sett tíma á forritið og þegar tíminn rennur út þarf lykilorð áður en hægt er að horfa á fleirri myndbönd. Eða barnið opnar kannski bara venjulega Youtube smáforritið — þau eru erfið þannig.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!