Fyrir flestar konur þá er hinn djúpi og dulúðlegi Christian Grey lítið meira en forboðin fantasía.
En drottnarinn Pedro Rebelo segist hafa snúið rúmlega 350 góðum stelpum yfir í dökkan heim BDSM Í svipuðum stíl og töfrandi persóna E.L. James þá notar Pedro svipur og fjötra í svefnherberginu.
Aðeins 24 ára segist hann hafa tælt til sín helling af áður saklausum konum inn í kinkí fantasíur svipaðar þeim sem herra Grey og ástkona hans Anastasia upplifa í Fifty Shades þrenningunni.
Pedro sem er módel og fjármálamiðlari segir þetta: „Hver einasta kona á sína dökku hlið og ég hef einsett mér það að draga þessa hlið í dagsljósið. Þegar ég segi að einhver tilheyri mér, þá verð ég fullviss um að hún sé mín frá toppi til táar“.
„Að snúa konum yfir í BDSM snýst um eigið sjálfsöryggi, þú þarf að vera viss um að þú vitir algerlega hvernig á að fullnægja henni“, bætir hann við. „Allir vilja láta segja sér fyrir verkum“.
Pedro sem býr í Hertfordshire í Bretlandi , laðast að stelpum sem hafa aldrei áður verið „undirgefnar“.
Eins og Christian Grey þá á hann dótakassa fullan af kapalströppum, svipum og fjötrum sem hann hendir upp til að umbreyta svefnherberginu sínu í kynlífs dýflissu.
Hinn 24 ára drottnari viðurkennir að hann er háður því að eignast líkama kvenna og segir að þær gefi honum hvern sentimetra af sér til að njóta eins og honum sýnist.
Jafnframt því að beita líkamlegri drottnun þá segist Pedro einnig nota hugræna leiki til að ná stjórn á þeim andlega.
Samkvæmt því sem Pedro segir, þá gera konur allt sem hann vill og taka ánægðar þátt í ofsafengnum leikjum.
En þrátt fyrir að meiða og mynda marbletti, og brjóta einu sinni viðbein á stelpu, þá segir Pedro ákveðið að „Drottna, binda og refsa“ konum sé reynsla sem gefi þeim vald.
Hann heldur áfram: „Ég mun aldrei nokkurntíman leggja hendur mínar á stelpu nema hún þrábiðji mig um það“.
„Þetta er líkamleg nautn, en samt ekki karlremba, þó þú sért að stjórna í svefnherberginu þá þýðir það ekki að þú stjórnir í sambandinu“.
„Ég trúi ekki á mörk. Þegar þú hittir saklaust fólk þá brýturðu niður mörkin hjá þeim og eftir það eru allir vegir færir“.
Þrátt fyrir að vera gagnrýndur fyrir lífstíl sinn þá er Pedro fastur á því að konur njóti BDSM eins og hann. „Ég er ekki stjórnsamur utan svefnherbergisins. Ég elska konur og virði þær í hvívetna“.
„BDSM snýst um gagnkvæma nautn, að konur fá það sama út úr þessu og karlar“.
Pedro sem á nokkra lauslega leikfélaga hefur ítarlega reynslu af því að tæla konur inn í BDSM og segist aldrei hafa klúðrað því að tæla, svipað og hinn sjóðheiti herra Grey.
Hann segir: „Því meira sem þú eyðir tíma með einhverjum, því lengra er viðkomandi til í að ganga. Við gætum byrjað á því að haldast í hendur og endað á því að ég myndi hengja hana utan á hurðina“.
„Um leið og þú hefur náð þessu trausti þá er allt mögulegt. Allar sem ég hef hitt hafa endað á því að fíla þetta“.
Þrátt fyrir reynslu sína sem kvennabósi, þá var Pedro ekki alltaf þessi drottnandi foli, og viðurkennir að hafa einu sinni verið „feitur strákur sem elskaði ballett“. En eftir að fyrsta ástin hans hélt frmahjá honum þá ákvað hann að breyta ímynd sinni.
Vopnaður nýfengnu sjálfstrausti ákvað Pedro að sá viltum fræjum sínum og uppfylla BDSM fantasíurnar sínar, og tæla hverja konuna á fætur annari um leið.
Pedro hefur skrifað um reynslu sína í sjálfsævisögu og segir að hans smásögusería sé mikið meira æsandi en Fifty Shades of Grey. En hann er mjög sáttur við athyglina sem BDSM hefur fengið frá æsandi metsölubókinni.
Hann heldur áfram: „Ég er á því að Fifty Shades of Grey sé stórkostleg að því leiti að hún hefur opnað augu fólks þegar kemur að BDSM og ég er þakklátur fyrir þá athygli sem konur hafa sýnt bókinni“.
„En þetta er saga, fantasía um milljónamæring og herramann, með smávegis af grófu kynlífi til að krydda söguna. Samband alvöru drottnara og undirgefins er allt öðruvísi en það“.
„Það er algerlega líkamlegt, og eftir þá líkamlegu nautn þá farið þið sitt hverja leið“.
Þrátt fyrir kærulaust viðhorf sitt gagnvart kynlífi, þá hafa leikfélagar Pedro átt erfitt með það þegar hann hefur yfirgefið þá.
Dansarinn Amy McCormick hitti Pedro snemma á seinasta ári í næturklúbbi í Liverpool og féll strax fyrir BDSM lífstíl hans.
Hin 23 ára Amy segir: „Áður en ég hitti Pedro þá hafði ég alls enga reynslu af BDSM, en það breyttist fljótlega og ég er ekkert viss um að ég vilji snúa því við“.
„Ég var frekar saklaus og feimin og átti bara einn kærasta áður, en núna er ég algerlega komin út úr skelinni“.
Amy viðurkennir að átta mánaða fiktið með Pedro hafi gert það að verkum að hana langar í alvarlegra samband. „Ég held að Pedro haldi að kynlíf sé bara líkamlegt og með engum tilfinningum“.
„Ég ber enn tilfinningar til hans en veit hvað honum finnst um sambönd, og ég hef sætt mig við að það mun aldrei neitt myndast á milli okkar“.
„Ef hann myndi vilja samband þá myndi ég segja strax já“.
Pedro bíður spenntur eftir frumsýningu Fifty Shades of Grey (var sýnd seinasta valentínusardag) og vonar að myndin opni fyrir fleiri tækifæri til að tæla.
„Bókin hefur pottþétt fært mér fjölbreyttari innkaupalista. Hún hefur opnað huga fólks, sem er alltaf fallegur hlutur“.
Greinin er þýdd héðan, þar má einnig sjá myndband af viðtalinu.