Nú styttist í frumsýningu á 50 Shades of Grey sem verður í Smárabíó, Háskólabíó og Laugarásbíó þann 13. febrúar nk.
Kim Kardashian fékk einka forsýningu ásamt vinkonum í vikunni og setti á twitter: „Girls night watching a private screening of Fifty Shades of Grey!!!!!! OMG it’s sooooo good!!!!!“
Hér koma 10 atriði sem við erum viss um að þú vissir ekki um 50 Shades of Grey
Númer 10
Oprah er einn mesti aðdáandi bókanna. Hún lét hafa eftir sér: „I have downloaded all the Fifty Shades of Grey novels and for the first time I can take some guilty pleasure and just read. But I’m thinking, stop with the story, get to the juicy part.“
Númer 9
Það er búið að selja yfir 100 milljónir eintaka af bókinni sem er meira en Harry Potter and the deathly Hollows og Da Vinci lykillinn.
Númer 8
Sala á kapal snúrum, reipi og málningarlímbandi rauk upp í byggingavöruverslunum í Pennsylvaníu eftir að bækurnar komu út.
Númer 7
Höfundurinn skrifar kynlífsatriðin í bókinni við tónlist. Eitt lagið sem hún hafði í huga og spilaði mikið þegar hún var að semja kynlífsatriðin var Black Eyed Peas lagið „Sexy“ sem þykir mjög erótískt lag.
Númer 6
Samkvæmt netkönnun sem gerð var á stórum miðli í Bandaríkjunum á síðasta ári þá vildu um 44% kvenna frekar lesa 50 Shades of Grey heldur en að stunda kynlíf með maka sínum.
Númer 5
Búið er að banna bækurnar í þó nokkrum bókasöfnum í Bandaríkjunum.
Númer 4
Annar mikill opinber aðdáandi bókanna er Harry Styles í hljómsveitinni One Direction. Hann segist lesa þær til að bæta sig í svefnherberginu.
Númer 3
E.L. James höfundur bókanna hefur aldrei komið til Seattle eða Portland þar sem bækurnar eiga að gerast. Hún studdist við Google myndavélar til að sjá fyrir sér senur í bókunum.
Númer 2
Hópur kvenna í samtökum sem settu sig á móti bókunum og vildi að þær yrðu brenndar óskuðu eftir að allir myndu senda þær til sín og svo átti að halda bókabrennu. Þær fengu 24 bækur sendar.
Númer 1
Búið er að opna hótel í Bandaríkjunum sem bjóða uppá 50 Shades of Grey upplifun og það er líka komin barnafatalína sem er undir áhrifum frá bókunum, hversu skrítið sem það er.