Cristina Guggeri er listakona sem fer ekki troðnar slóðir. Í myndaseríu sem hún kallar Il Dovere Quotidiano eða hinar daglegu skyldur sýnir hún okkur valdamesta fólk í nýju ljósi. Á klósettinu! Það heldur betur minnir mann á að þetta fólk er mannlegt eins og við hin og ekkert sérlega virðulegt þegar það teflir við páfann!
