Frá því við á Sykur.is opnuðum höfum við meðal annars fært ykkur Kynlíf og stjörnumerkin, Hvaða stjörnumerki passa best og verst saman og Stjörnumerkin og líkamsræktin og virðist fólk fylgja þessum spám í leit sinni að ástinni. Núna langar okkur hins vegar að velta aðeins fyrir okkur hegðunarmynstri stjörnumerkjanna í rúminu. Hvaða stelling passar þínu stjörnumerki best?
Myndirnar eru frá Cosmopolitan
Meyjan
Meyjur eiga það til að þurfa að greina allt umhverfi sitt og vera mjög nákvæmar-. Til að forða þér frá því að vera of lokuð í eigin höfði skaltu velja einfalda stellingu eins og The Standing Tiger. Konan er á fjórum fótum eins og venjulega fyrir doggy style, en alveg á brúninni á rúminu með manninn fyrir aftan sig. Skemmtileg tilbreyting á hefðbundinni stellingu.
Vatnsberinn
Vatnsberinn er þekktur fyrir að vera tilraunakenndur og óheflaður. Við mælum með Rub-a-Tub. Skelltu þér í bað og fylltu það rétt tæplega hálft. Maðurinn situr undir og þú svo ofan á hann með andlitið frá honum. Ef þú ert með góðan og öflugan sturtuhaus þá notarðu hann á snípinn, en ef ekki þá skaltu nota titrara eða egg.
Hrúturinn
Þú ert sjálfstæð og hugrökk, þannig að það þýðir ekkert minna en smá áhætta sem hin stjörnumerkin myndu forða sér frá. Stellingin heitir The Rocking Chair.
Maðurinn situr í stól sem helst gefur örlítið eftir eða getur ruggað. Þú smellir þér svo ofan á hann með andlitið í átt til hans. Þegar þetta er orðið þægilegt skaltu setja fæturna á stólinn meðfram lærum mannsins. Þú getur svo tekið algera stjórn á aðstæðum. Njóttu!